Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 27
hafa verið hjá mjer, en með hvílíkri angist veslings mennirnir hafa kom-
ið til min, er eigi unnt að lýsa. Aðalástæðan til þess er án efa sá orð-
rómur, að jeg ætti að hlýða þeim öllum yfir og spyrja þá út úr og um
daginn kvartaði einn þeirra yfir þvi, að þeir ekki kynnu neinar ritning-
argreinar á latinu. Ef mjer leyfðist að álykta frá einstökum mönnum
til stjettarinnar i heild sinni, þá mundi mjer veita erfitt að gefa til
kynna, hver væri maklegur biskupstignarinnar. Ef sumir þeirra væru
jafnvel að sjer í guðfræði, rins og þeir eru i lögum, þá yrðu lítil vand-
kvæði á að finna einhvern. A staðnum hjerna er mikill fjöldi fólks og
þar á meðal sægur af gömlum kerlingum. Valdsmaður sá, er hefur yfirum-
sjón með stólnum1 hefur ritað amtmanni á þá leið, að varla mundi
annað fyrir höndum en að lofa kerlingum þessum að vera kyrrum og
láta þær njóta lifsuppeldis. En amtmaður hefur svarað aptur, að þótt
hinn fyrri biskup hafi gert staðinn að umrenningabæli og sjúkrahúsi, þá
geti það eigi skuldbundið eptirmenn hans til hins sama. Hversu ástatt
sje með biskupsstólinn að öðru leyti og hversu umsjónarmanni hans sje
varið, getur Björn sýslumaður Halldórsson, sem vikið hefur verið frá
embætti og nú eptir sögn ætlar sjer til Hafnar, bezt borið vitni um.
Prófastur nokkur Jón Sigurðsson að nafni, sem af frjálsum vilja hefur
sagt af sjer embættinu, hyggur einnig til utanfarar. Hann er sagður
mesti óróaseggur og nýungagjarn mjög, og er þvi vissara að byggja eigi
ofmikið á orðum hans og uppástungum. Jeg heyri sagt að hann sje
einkar vel að sjer í fornurn fræðum, og má þvi vel vera að hann kunni
að koma að gagni i því efni.
Nú vil jeg minnast lítið eitt á lifnaðarháttu manna hjer i landi,.
eptir þvi sem mjer hefur fyrir augu borið. Islendingar eru að eðli
hraustir og sterkir, og á loptslagið mikinn þátt í þvi. Peir venja sig
við harða fæðu, sem varla mundi henta oss Dönum. Hin venjulega
fæða þeirra er harðfiskur með dálitlu af smjeri, sem opt er bæði grænt
og gult og blandað hári og öðrum óþverra, og við þenna kost una
þeir betur en margar aðrar þjóðir við mesta sælgæti. Til drykkjar nota
þeir súra mjólk, sem þeir kalla skyr. Vinnustúlka nokkur, sem jeg hafði
ráðið, varð dauðveik af mat þeim, sem við höfðum með okkur, og
þegar hún var oðinn heilbrigð aptur, vildi hún ekki vera eina stund
lengur í vistinni, því hún hjelt, að það væri fyrirætlun mín að taka
hana af lífi með eitri. Yfir höfuð að tala finnst mjer þeir vera svo-
óþriflegir, að jeg opt og tíðum fæ viðbjóð á að sjá til þeirra. Peir sitja
opt á rekkjum sínum og matast, og ægir þar saman við hliðina á þeim
tóbaki, harðfiski, smjeri og ull. Umgengi þeirra innbyrðis er svo blygð-
unarlaus, að eigi getur verri verið. Bæði menn og konur liggja alsber
hvað innan um annað i hreysum sínum, og fleti þeirra eru ekki hótinu
betri en sökudólga þeirra, er þræla i járnum hjá oss. Hverjar afleiðing-
ar þetta hafi i för með sjer, er hægt að gera sjer í hugarlund. Að hafæ
getið 2—3 börn í lausaleik, er eigi skoðað sem tiltakanlegt afbrot,
heldur miklu fremur sem ærleg sök. Það er álitin einskonar via emer-
gende (framavegur) ef einhverjum tekst á þann hátt að komast yfir dótt-
1 Það var Skúli Magnússon, er um þær mundir var sýslumaður í Skaga-
fjarðarsýsla.