Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Page 35

Eimreiðin - 01.09.1897, Page 35
bláa himins, þá myndi hann verða enn þá óvinsælli en hann er, og enn þá meiri ógn fylgja honum en nú á sjer stað. — Sú var tíðin að himininn var síheiður. Þá var sjórinn ekki hulinn í þokuslæður. Hann var ýmist blágrænn svo langt sem augað eygði, allt þangað, sem tjaldskör himinsins var þanin út að hafsbrúninni, eða hann var hvítur eins og rjómatrog í logninu. Hægur andvari strauk dúnmjúkum lófunum yfir algróinn vanga jarðarinnar, því á þeim dögum hafði hún ekki holdfúasár í and- litinu. Dagur og nótt eltu þá ekki hvort annað, sólin kom aldrei upp og gekk aldrei undir: hún gekk hringinn í kring, svo sem mitt á milli sjóndeildarhrings og hvirfilpunkts. Svona hatði það verið frá því fyrsta, að jarðarkringlan var fullbökuð í hlóðum sköpunarinnar. Þá ríkti friður á jarðríki, þessi ósegjanlegi friður, sem vjer, er nú lifum, getum enga verulega hugmynd gert oss um. Þá kljáð- ust ljónið og höggormurinn eins og folöld. Músin og kötturinn Ijeku sjer eins og lömb. Omin mataði æðarungan á morgnana og svæfði hann á kvöldin; og fiskar og hákallar voru fylgispakir eins og tvílembingar. Selurinn lagaði riðin fyrir laxahrygnuna. Hrafninn kroppaði ekki augun úr sauðnum og fálkinn gerði ekki rjúpunni mein. Þá var jörðin sígræn og fölnaði aldrei. Ávextirnir uxu sjálf- krafa á trjánum, og mjólk og hunang var eigi torgætara en vatn- ið er nú á dögum. Allar skepnur fengu að njóta lífsins, og elli og hrumleiki vöfðust engri skepnu um fætur. Og mennirnir voru allir jafnir að vizku, þekkingu og mann- virðingu. Konungarnir sem drottna yfir löndum og lýðum með harðri hendi, áttu sjer enga tilveru, enginn krýndur ræningi var til, enginn prestur, sem ógnaði mönnum með refsivendi lögmáls- ins, og enginn biskup sem safnaði ístru af aðgerðaleysi. Þá talaði guð við mennina eins og þegar maður talar við mann, og gleði og farsæld hjeldust í hendur og leiddust á þjóðvegum og gatna- mótum. Og sólin breiddi glóandi geislafeldinn yfir hið draumljúfa hvílurúm tilverunnar, en máninn læddist feiminn og fölur niðri undir fjallabrúnum. Hann hafði þá ekkert að starfa. Svo var það einn dag þegar sólin var gengin í vestrið, að að mennirnir stóðu allir úti undir berum himni og voru að tala um »blessað góða veðrið«. Það var sólskin og blæjalogn. Fugl-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.