Eimreiðin - 01.09.1897, Side 56
2l6
unz honum fannst hann sjálfur vera að sofna.
— Það fönnin var, sem byrgði lík hins liðna.
»Þar kúrir, trú jeg, karlinn enn þá! sjerðu!
svo æpti bóndi, er birti og út hann leit.
»Svo rektu’ hann burt; í dag er jóladagur,«
anzaði konan. »Gá hvort Gyðingssneypan
við barm sjer hefur bundið fastan pokann.
Sá vill nú út með vörur sínar. Lítt' á:
Hann starir inn sem ætli okkur hjerna
að eiga nóg að gefa fyrir glingur.«
»Lát mig þó sjá hvað skreppu skömmin geymir.
— Nú, sýn mjer, karl!« Og út þau bæði arka.
Þá glórði í frostið í hins látna augum.
Þá blikna þau og æptu bæði af ótta
og íllum hrolli: »Drottinn komi til!
hann hefur orðið úti!« —
Þau reisa hann við, og barnsins böggull fylgdi.
Þau krækja sundur kufli hans •— og sjá:
um háls á honum hangir Margrjet litla,
barn þeirra sjálfra — liðið lík sem hann!
Ei þruma slær, ei eiturormur bítur
sem ofboð það er heltók þessi hjón.
Svo hvítnaði ekki hjarnið eins og hann,
og harðara gellur móðirin en veðrið.
»Guð hefur hefnt. Því hel og harka okkar,
en hretið ekki, myrti þetta barn.
Og svo mun okkur úthýst líkt og honum
þá berjum við að náðardyrum Drottins!« —
Þá fært varð yfir skóginn skyndiboð
frá bæ þeim barst þar dóttirin hafði dvalið.
Hún haíði viljað heim til foreldranna
á laun og hafði villst í sögðu veðri.
Nú lá hinn gamli liðinn inn við eldinn,
og bóndinn hjá þar húkti likur nánum
af hryggð og sút og reyndi að rétta líkið