Eimreiðin - 01.09.1897, Side 62
222
liðkazt, og jeg hefi ofurlítið getað prjónað mjer til skemmtunar.
I dag hefi jeg verið með lengsta móti úti, og hafði jeg þó ekki
að prjóna nema fyrst. Bandið er þrotið, sem jeg spann áður en
jeg missti sjónina. Það stóð rjett heima í vetlingana, sem jeg
ætlaði þjer. Jeg hefi einhvernveginn ekki getað fengið af mjer að
fara inn. Mjer finnst einhvernveginn á mjer, að bráðum muni
hvessa og kólna, og þá kem jeg ekki út að svo stöddu.«
Jeg gekk fram á hlaðið og litaðist um. Jeg sá að hann var
farinn að færa lausaþoku á hnúkana ytra, og að norðanverðu var
vatnið farið að ýfast og sortna af vindkisu, og jeg heyrði veður-
þytinn úti í brekkunum og mónum.
»Yiltu ekki koma inn, mamma?« sagði jeg. »Hann fer þegar
að hvessa á utan, og verður sjálfsagt kaldur.«
»Jú, jeg skal undir eins konta inn, og hætta að vera úti. Já,
jeg vissi það, að þessi blessuð hlýindi mundi bráðum verða á enda,«
og um leið strauk hún hendinni um vanga sjer, þann er vissi að
sólunni. Svo leit hún upp, og jeg sá, að hún hvarflaði augun-
um yfir hraunið og vatnið, fram með hlíðinni og suður eptir
dalnum. Svo leit hún niður fyrir sig, og voðalegur raunasvipur
færðist yfir alla ásjónu hennar, og mjer þótti líkami hennar og
limir hnípast og heykjast meir en nokkru sinni áður; svo rjetti
hún mjer þegjandi höndina.
»Já, við skulum koma inn, og jeg skal hjálpa þjer, elsku
mamma mín!«
En þegar við komurn fram fyrir kampinn, kom vindbylur
utan hlaðið, svo napur og nístingskaldur, eins og hann hefði lagt
leiðir sínar yfir margar þingmannaleiðir íss og alsnjóugs lands.
Bar hann með sjer feyskna kvisti og fölnuð og visin laufblöð ut-
an af mónum, sveiflaði þeim suður eptir hlaðinu, og settist sumt
að sunnan undir veggnum, en sumt sunnan í hólnum.
Mamma fjekk ákafa hóstahviðu, svo hún mátti eigi ganga, og
ætlaði að hníga niður. Jeg reyndi að skýla henni með kápu-
skauti mínu, og hálfbar hana inn í dyrnar, studdi hana svo inn
göngin, hjálpaði henni upp 1 rúmið, hagræddi henni og breiddi
ofan á hana.-----------
Daginn eptir var jeg úti staddur; einmitt um sama leyti og
jeg kom heim. Jörðin var alsnjóa, fannhvít, nema yfir í hlíðinni,
þar sem viðurinn var mestur. Þar stóð svart og lauflaust limið
upp úr. Vötnin voru alrennd og eyðulaus. Suður eptir loptinu rak