Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 25
25
margt — það er nærri því ótrúligt, en Márits talar ekki um neitt
annað — alla leiðina. En svona er nú Márits. Hann spyr dúfuna,
hvort hún hafi nú getað látið sér skiljast, hve mikið sé komið
undir þessari ferð fyrir hann? Hún ímyndi sér ef til vill, að þetta
sé einungis skemtiför? Sex mílna ferð í félegum vagni við hliðina
á unnustanum, það gæti nú í fljótu bragði litið út, eins og skemti-
för. Og fagurt hérað, sem ferðinni væri heitið til. Ríkur föður-
bróðir, sem ætti að heimsækja. Hún hefði að líkindum ímyndað
sér, að þetta væri leikur einn; væri ekki svo?
Hann hefði átt að vita, að hún hafði búið sig undir ferð
þessa með löngum samræðum við móður sína í gær, áður en þær
fóru að hátta; að hana hafði dreymt um hana alla nóttina, og að
hún hafði beðist fyrir og tárast! En hún lætur sem hún sé
einfeldningur, einungis til að geta dáðst því meir að hyggindum
Máritsar. Honum þykir gaman að láta á þeim bera, og það er
honum guðvelkomið, guðvelkomið. — Eiginlega eru það hreinustu
vandræði, hvað þú ert hýr og góð altaf, segir Márits. Pví þess-
vegna er það, að honum hefur farið að þykja vænt um hana, og
það var nú, þegar öllu er á botninn hvolft, afarheimskulegt af
honum. Faðir hans var því alls ekki hlyntur. Og móðir hans
— hann þorði ekki að hugsa til þess, hve óð og uppvæg hún
hafði orðið, þegar hann hafði sagt frá því, að hann hefði lofast
fátækri unglingsstúlku úr einni smágötunni -— unglingsstúlku, sem
hvorki væri mentuð né gáfuð, meira að segja ekki falleg, ekkert
nema hýr og góðlátleg.
Auðvitað áleit Márits sjálfur, að bakarameistaradóttir stæði
borgarstjórasyni jafnfætis, en það voru ekki allir jafn frjálslyndir
yfirleitt og hann. Og ef Márits hefði ekki átt þennan efnaða
föðurbróður, hefði að líkindum ekki getað orðið neitt úr neinu;
því hann, sem ekki var annað en stúdent, hafði engin efni á að
gifta sig. En ef þau gætu nú komið sér í mjúkinn hjá föður-
bróður hans, þá væri öllu borgið.
Eg sé þau greinilega, þar sem þau aka eftir þjóðveginum.
Hún situr niðurlút og hlustar á vísdómsorð unnustans. Én býsna
glöð er hún með sjálfri sér! Mikill vitmaður er Márits! Og þegar
hann talar um, hve mikið hann leggi í sölurnar fyrir hana, þá
gerir hann það einungis til þess, að henni skuli skiljast, hve vænt
honum þyki um hana.
Og enda þótt hún ef til vill hefði búist við að hann, þegar