Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 17
17 Hér eru áhöld um snildina, — en þó sitt háttar af hvoru. Lýsing Jónasar er einföld og látlaus í allri sinni hásumarsdýrð, — en lýsing Matthíasar íburðarmikil, geisladýrðin svo mikil, að maður fær nærri því ofbirtu í augun. Pá eru náttúrulýsingar Jónasar að því leyti fremri flestum íslenzkum náttúrulýsingum, að þær eru ávalt hárréttar frá nátt- úrufræðislegu sjónarmiði, eins og við mátti búast. Náttúruþekk- ing hans varnaði því, að vísindalegar villur kæmu fyrir í náttúru- lýsingum hans, en þær eru því miður alltíðar í íslenzkum skáldskap, og hljóta jafnan að særa þá, sem bera skyn á þá hluti. En lýsingar hans eru ekki einungis lausar við náttúrufræðis- legar villur, heldur eru þær sumar blátt áfram náttúruvísindalegar ritgerðir í ljóðum, algerlega einstæðar í sinni röð, þar sem saman fer náttúrufræðisleg skarpskygni, skáldleg andagift og glæsilegur búningur. Kvæðið »Skjaldbreiður« er t. d. nákvæm jarðfræðileg lýsing á eldgosi og byltingum þeim og breytingum, sem það hefur í för með sér. Pegar það kvæði var ort, var jarðfræðin enn á bernskuskeiði og skamt á veg komin sem vísindagrein; en þó er lýsingin hjá Jónasi svo rétt, að ekkert verulegt er enn út á hana að setja í jarðfræðislegu tilliti. Sýnir þetta bezt djúpsæi Jónasar sem nátt- úruskoðara. »Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan feldar allar stjörnur himna ranns; eins og ryki mý eða mugga, margur gneisti um loftið fló; dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó. Belja rauðar blossa móður, blágrár reykur yfir sveif; undir hverfur runni, rjóður reynistóð í.hárri kleif. Blómin ei þá blöskrun þoldu, blikna hvert í sínum reit, höfði drepa hrygg við moldu — himna drottinn einn það leit. Vötnin öll, er áður féllu undan hárri fjalla þröng, skelfast, dimmri hulin hellu, hrekjast fram um undirgöng; öll þau hverfa að einu lóni, elda þar sem flóði sleit. Djúpið mæta, mest á fróni, myndast á í breiðri sveit. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.