Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 4
4
síðd.) og þar að auki lásu kennararnir með piltum, einkum þeim
sem voru lengra á veg komnir eða höfðu sérstaklega mikinn
áhuga á einhverri námsgrein. Var því lítill tími til heimavinnu.
Flestir voru nemendurnir lítt undirbúnir og alltoft með óbeit
á bókum og bóknámi frá barnaskólaárunum. Fyrirlestrarnir áttu
að hressa og fjörga þá og útrýma óþægilegum endurminningum
um utanaðlærdóminn. Tækist það, þá var verkið hálfnað. Næsta
stigið var að kenna nemendunum að vinna upp á eigin spýtur, og
til þess voru samtalstímarnir ætlaðir. Kennarinn fór þá gegnum
það, sem hann hafði sagt í fyrirlestrunum, eða piltar lesið sjálfir.
Hann hlýddi þeim ekki yfir, en ritjaði upp aðalatriðin. Hver kom
þá með það, sem hann mundi og hafði tekið eftir; samtalið leidd-
ist þá orð af orði, en kæmi það altof langt frá efninu, sveigði
kennarinn inn á brautina að nýju, minti á sumt af því, sem gleymst
hafði, og útskýrði nánar það torskildasta. I samtalstímunum áttu
kennararnir hægast með að kynnast nemendunum, uppgötva í
þeim það bezta og sérkennilegasta og reyna síðan að hjálpa þeim
til að þroskast samkvæmt eðli og náttúrugáfum.
Meginþátturinn í kenslunni voru fyrirlestrar Schröders í sögu
og goðafræði. Sagan var uppeldismeðal, skuggsjá, þar sem myndir
mikilla manna og eftirbreytnisverðra liðu fyrir augu tilheyrendanna
og hvöttu þá fram til drengskapar og dáða. Goðasagnir Norður-
landa voru Schröder kærastar allra umtalsefna. Pað var líf hans
og yndi að segja frá Óðni, Pór og Loka »eina stjórnvitringnum í
Ásgarði«, en ekki voru ský'ringar hans ætíð nærri anda fornaldar-
innar. Pað vissi hann líka sjálfur, en sagnirnar voru honum meðal
en ekki takmark, meðal til að búa hugsanir sínar þannig, að til-
heyrendurnir skildu þær og geymdu. Langoftast snerust því
þessar ræður um áhugamál samtíðarinnar, eða hann beindi líking-
unum til unglinganna, varaði þá við hættunum og vísaði þeim
veginn áfram til starfsemi og menningar. Goðafræðin var sífelt
skotspónn allra lýðskólafénda. »Hvað varðar unglingana nú um
Mjölni, hár Sifjar eða Suttungamjöð« sögðu þeir. En lærisvein-
arnir sjálfir voru hrifnir af þessum ræðum og þegar alt annað var
gleymt, sem þeir höfðu lært í Askóv, þá mundu þeir nokkuð af
þeim og mintust þeirra á gamals aldri með tár í augum, því það
var brot af sál kennarans, sem þeir höfðu eignast þar.
Askóv óx smátt og smátt, en þó þótti Schröder skólinn sér
of þröngur verkahringur. Hann vildi bera »fagnaðarboðskap«