Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 44
44
vafa um þaö, að við sólaruppkomu muni garðurinn hans verða
öldungis auður og ber. Tómlegur, auður og þögull muni vetur-
inn ríkja þar, en hvorki fiðrildi né fuglasöngur.
Hann gengur þar úti, þangað til í afturelding, og hann undrast,
þegar hann sér mösurtrén í fullu laufskrúði. »Hvað«, segir hann
við sjálfan sig, »hv;ið var það sem misti alt sumarskrúð sitt, fyrst
það hefur ekki verið garðurinn? Hér vantar ekki svo mikið sem
eitt einasta grasstrá. Skrambinn hafi það, líklega er það ég
sjálfur, sem á að búa við vetur og kulda héðan af, en ekki garð-
urinn minn. Pað er einsog alt lífsþrekið sé fiúið. Heimskinginn
þinn gamli, þetta líður hjá, eins og alt annab! Tetta er að fárast
um of út af stúlkunni þeirri arna.«
IV.
»það« hegöar sér býsna ótilhlýðilega núna, morguninn sem
þau ætla að fara. Pessa tvo daga, sem þau hafa verið þar eftir
dansleikinn, hefur »það« eiginlega mest verið örvandi, fjörgandi;
en nú, þegar dúfan litla á að halda af stað, þegar »það« sér, að
nú eru lokuð öll sund, að það engin áhrif geti haft á framtíð
hennar, þá umbreytist það í dauðadrunga, í nákulda.
Pað er engu líkara en að hún verði að draga steingjörðan
líkama niður stigann og inn í stofuna, þar sem þau borða morg-
unverð. Hún réttir þeim kalda, þunga steinhönd, þegar hún býður
góðan daginn. Hún talar með stirðnaðri steintungu, brosir með
hörðum steinvörum. fað er áreynsla, áreynsla.
En getur nokkur maður varist því ab fagna, er hann hugsar
til þess, hvernig alt var til lykta leitt morguninn þann, á þann
hátt, er rótgrónar hugmyndir um heiður og trúnað krefjast.
Undir borðum snýr Theódór námueigandi sér að dúfunni
litlu, og segir henni frá því með hljómlausri rödd, að hann sé
ráðinn í því að gjöra Márits að bústjóra á Laxá, »en sökum þess,
að maðurinn er fremur óvanur búsýslu, fær hann ekki að taka
stöðuna að sér, fyr en hann getur komið með húsfreyju þangað«,
segir Theódór, og reynir að gjöra röddina eins eðlilega og honum
er unt. »Hefur nú ungfrú dúfa litla alt til reiðu, svo að brúð-
kaupið geti staðið í september?*
Hún finnur, að hann horfir beint framan í hana. Hún veit,