Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 40
40 asta eyri frá mér. Ég vil ekki hjálpa til aö eyðileggja framtíð þína«. »Geðjast þér svona illa að henni, föðurbróðir minn?« »Nei, þvert á móti, það er allra bezta stúlka, en hún er ekki við þitt hæfi. Pú átt að eignast einhverja stássmey, t. d. Elísabetu Westling. Láttu nú skynsemina ráða, Márits. Hvað ætli verði úr þér, ef þú hættir námi og ferð að búa, vegna barnsins þess arna. Pú dugir ekki til þess, drengur minn. Til þess þarf meira en að geta tekið fyrirmannlega ofan og sagt: sÉakka ykkur fyrir, börnin góð!« Pú ert skapaður til að verða embættismaður. Éú getur orðið ráðherraL »Fyrst þú hefur svona mikið álit á mér, föðurbróðir minn, þá hjálpaðu mér til að ljúka prófi, og láttu okkur svo giftast á eftir«. »Nei, enganveginn, drengur minn, enganveginn. Hvaða fram- tíð heldurðu að bíði þín, ef þú bindur þér þann klafa á háls, að giftast slíkri konu? Klárinn, sem dregur brauðvagninn, tekur ekki skeiðspretti. Hugsaðu þér bakaratelpuna eiga að verða ráðherra- frú! Nei, þú mátt ekki trúlofast fyrstu tíu árin, ekki fyr en þú ert kominn í gott embætti. Hverjar mundu afleiðingarnar verða, ef ég hjálpaði ykkur til að giftast? Hvert einasta ár munduð þið koma og biðja mig um peninga. Og það mundi verða þreytandi, bæði fyrir mig og ykkur«. »En, föðurbróðir minn, ég er þó heiðarlegur maður. Ég er búinn að trúlofa mig«. »Hlustaðu nú á, Márits! Hvort er betra, að hún verði að bíða eftir þér í tíu ár, og þú viljir svo ekki giftast henni, þegar á á að herða, eða að þú segir henni upp nú þegar? Láttu nú skríða til skara; farðu á fætur, taktu vagninn og haltu af stað heim til þín, áður en hún vaknar. Pað er heldur ekki viðeigandi, að nýtrúlofaðir unglingar ferðist svona langar leiðir einsömul. Ég skal sjá um stúlkuna, ef þú einungis vilt hætta við þessa heimsku. Ég skal láta námustjórafrúna fylgja henni heim. Ég skal senda hana í skrautvagni, með tveimur gæðingum fyrir, ef þú vilt. Ég skal kosta þig að öllu leyti, svo þú þarft engan kvíða að bera fyrir framtíðinni. Svona nú, vertu nú skynsamur; þú gleður for- eldrana þína mikillega, ef þú fylgir mínum ráðum. Farðu nú af stað, án þess að kveðja hana. Ég skal koma vitinu fyrir hana. Ég er viss um að hún vill ekki vera þrándur í götu fyrir hamingju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.