Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 38
38
Theódór stygbist líka, snéri sér við á hæli og gekk inn í
reykingaherb ergið.
En Márits hafði gengiö til hennar, og hafði sagt æði byrstur:
»1*0 eyðileggur alt fyrir mér, Anna María. Hverju líkist það,
að hegða sér þannig, þegar föðurbróðir minn ætlar að dansa við
þig? Pú ættir bara að vita, hvað hann sagði við mig um þig í
gær. Pú verður að reyna að gera eitthvað sjálf, Anna María.
Finst þér rétt að láta alt lenda á mér einum.«
>Hvað viltu að ég geri, Márits?«
»Nú er ekkert hægt að gera framar. Nú er alt eyðilagt.
Hugsaðu um hvað ég hef barist í kveld. En nú er alt saman
unnið fyrir gýg!«
»Eg vil fegin biðja föðurbróður þinn fyrirgefningar, ef þér
sýnist það rétt, Márits«. Og henni var alvara. Hún var sárhrygg
yfir að hafa sært Theódór.
»Pað væri auðvitað hið eina rétta; en það er ómögulegt
að ætlast til neins af þeim, sem eru jafn hlægilega feimnir og
þú ert.«
Pá hafði hún engu svarað, en farið rakleiðis inn í reykinga-
herbergið. Theódór hafði legið þar í hægindastól.
»Pví vilt þú ekki dansa við mig?« hafði hún spurt.
Theódór hafði legið með aftur augun. Hann opnaði þau nú
og horfði lengi á hana. Aldrei hafði hún séð jafnmikla sorg í
nokkurs manns augum. Hún rendi grun í að svipað hlyti band-
ingjum að vera innanbrjósts, er þeir hugsuðu til fjötra sinna. Og
alt í einu sárkendi hún í brjósti um Theódór. Henni fanst, að
hann þyrfti sín við miklu fremur en Márits, því Márits var sjálfum
sér nógur. Hann var einskis manns þurfi. Og hún lagði höndina
blíðlega á handlegg Theódórs.
Alt í einu færðist nýtt fjör í augu hans. Hann klappaöi hvað
eftir annað á kollinn á henni með stóru hendinni sinni, og endurtók:
»Dúfan mín, dúfan mín.«
Pá gagntók »það« hana, meðan hann klappaði á kollinn á
henni. Pað kom hljóðlega og skríðandi, óðfluga og þeysandi, eins
og þegar álfar halda úr hólum sínum til að stíga dans á glæru
svelli í tunglsljósi.