Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 54
54 ingarvaldsins var þinginu leyft að láta uppi álit sitt um aðra lög- gjöf og senda konungi bænarskrár um hin og þessi efni. — Pað reyndist svo, er á átti að herða, að óæðri klerkar höfðu enga ágirnd á þingsetu og hurfu þeir brátt úr sögunni. Eftir urðu þá í þinginu preldtar og barónar annarsvegar, en riddarar og borgarar hinsvegar. Undir miðbik 14. aldar skiljast þessar tvær stéttir í House of Lords (Efri málstofan) og House of Commons (Neðri málstofan). Pað hefir haft eigi lítið að segja í stjórnmálum Englands, að riddarar og borgarar urðu saman í deild. Riddararnir, fulltrúar bændanna, voru oft og tíðum menn af aðalsættum, yngri bræður sjálfra lávarðanna, og áttu mikið undir sér. Petta olli því, að á milli þingstéttanna á Bretlandi varð aldrei djúp staðfest, sem raun varð á víða á meginlandi álfunnar. Petta hefir framar öðru stuðlað að því, að neðri málstofan ætíð mátti sín mikils. Ef í neðri mál- stofunni hefðu verið bændur einir og borgaralýður, er ekkert sýnna, en sama hefði orðið uppi á teningnum á Englandi og annarsstaðar í álfunni: lægri stéttunum smámsaman horfið öll völd. Næstu 300—400 árin á konungsvaldið og parlamentið í sífeldu þófi, alveg eins og tveir séu að toga í snæri. Stundum veitir öðrum betur, stundum hinum. Á stunduin virða konung- arnir þingið alveg að vettugi, skeyta engu fornum loforðum, krefja skatta að þinginu fornspurðu o. s. frv. En parlamentið tók jafnan slík gjörræði af konunga hendi harla óstint upp og andmælti þeim af miklum móð. Á hinn bóginn var það jafnan fúst til skattálögu, ef konungar sneru sér til þess í þeim erindum. Með þessarri að- ferð fékk parlamentið því til vegar snúið smátt og smátt, að konungar hættu að ganga fram hjá því, Skattálöguréttur þess varð þannig trygður og helgaður af venjunni. Parlamentið fór nú úr þessu að færa sig upp á skaftið. Pað notaði hvert færi, er gafst til þess að auka völd sín — og færin urðu mörg. Brezku miðaldakonungarnir áttu allmjög í styrjöldum, og þurftu því á miklu fé að halda; voru líka sællífisseggir og skrautgjarnir nautnamenn í hvívetna. Reyndist nú hér, sem oftar, að fjárkröggurnar mýkja manninn og rýra mótstöðuþróttinn og kjarkinn. Parlamentið seldi jafnan skattálögusamþykki sitt við nýjum og nýjum ívilnunum sér í hag. Óx nú vegur þingsins all- mjög, einkum meðan rósturnar milli hvítu og rauðu »rósarinnar« voru sem mestar. Pað fékk því framgengt, að flestöll lög voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.