Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 37
37 hugsa sig um og segja, að það hefði hún ekki gjört. En það var bezta sönnunin fyrir því, að hún hefði skemt sér vel, að hún hafði alls ekki veitt því eftirtekt, að hún var látin fremur afskifta- lítil. Hún hafði skemt sér alveg yndislega, við það eitt, að horfa á Márits. Einmitt af því hún hefði verið ofurlitla vitund hörð við hann við morgunverðinn, og hlegið ofurlítið að honum í gær, þótti henni yndi að horfa á hann í dansinum. Hann hafði aldrei verið jafnfallegur og fyrirmannlegur, að henni fanst. Hann hafði víst verið hálfhræddur um að henni leiddist, að hann gæti ekki dansað og talað við hana eina. En það hafði verið henni næg skemtum að sjá, hve vænt öllum þótti um Márits. Og eins og hún vildi afhjúpa ást þeirra fyrir allra augum! Nei, svo heimsk var dúfan litla ekki! Márits dansaði marga dansa við Elísabetu Westling hina fögru. En það hafði henni staðið öldungis á sama, því Márits hafði hvað eftir annað komið til hennar og hvíslað að henni. »Pú hlýtur að sjá, að ég get ekki losnað við hana. Við erum æskuvinir. Hér á landsbygðinni er það hreinasta nýnæmi, að ná í mann, sem hefur stórbæjabrag á sér og getur bæði dansað vel og talað áheyrilega. Pú verður að lána sveitastúlkunum mig í kveld, Anna María.« En það var eins .og Theódór forðaðist Márits. »Vert þú nú húsbóndi í kveld« hafði hann sagt, og það var Márits líka. Hann sá um alla hluti, hann stýrði dansinutn, drakk skálar með gest- unum og hélt ræður fyrir minni þessa fagra héraðs og fyrir minni kvenna. Hann var óviðjafnanlegur. Bæði Theódór og hún höfðu setið og horft á Márits, og svo höfðu þau ósjálfrátt litist í augu. Pá hafði Theódór brosað og kinkað kolli til hennar. Theódór hlaut að vera upp með sér af Márits. — Pað hafði þó verið leiðinlegt, að Theódór bar eiginlega ekki bróðursoninn á höndum sér. Tegar leið á nóttina, hafði Theódór farið að verða hávær og vildi þá taka þátt í dansinum, en ungu stúlkurnar drógu sig í hlé og sögðust vera lofaðar í næsta dans, þegar hann kom til þeirra. »Dansa þú við Önnu Maríu« hafði Márits þá sagt við föður- bróður sinn. Tað var næstum eins og þau stæðu bæði undir verndarvæng hans. Hún varð svo skelkuð, að hún hrökk við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.