Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 71
71 að tefla í uppreisn hertogadæmanna og ófriðnum við Prússa, og var engin furða, þó þeir litu tortryggilega til Islendinga. Skrítna flugufregn frá þeim tímum tilfærir Þ. Th. (bls. 113) úr bréfi frá Dr. Pétri til Jóns bróður hans, dags. 27. okt. 1848: »Altalað var í Höfn, að Jón Guðmundsson hefði riðið upp á alþing í sumar og gjört upphlaup; hefði verið í ráði að 1000 Cavalleristar eða riddarar kæmu frá Norður- landi, en Infanteri (fótgöngulið) að sunnan, sem áttu að drepa alla danska embættismnnn og alla »dansksindede« og sjálfsagt alla kaup- menn.« — ! ! f>á er enn margt skrítið um íslenzka tungu og stöðu hennar gagnvart dönskunni á íslandi, einkum bls. 106—107. Má þar fyrst nefna einkar-kyndugan passa, sem Kr. Magnúsen, kammerráð á Skarði gaf Sigríði Bogadóttur (bls. 32) er hún ». . . víkur alfarin til Garða þingsóknar . . . með sínu heiðarlegu standi samboðnu mannorði og civil fríheitum« o. s. frv., en mest er þó gaman að kafla úr bréfi frá Jóni Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar, dags. 3. marz 1848, er sýnir ljóslega, hve illa íslenzkan var stödd. Meðal annars var það þá títt að rita málspróf og réttarskýrslur á dönsku, og bæjarstjórnin í Reykjavík ritaði gjörðir sínar á dönsku. Við réttarhald í máli 1837 krefst íslendingur að það fari fram á dönsku, en Tvede danskur bæjarfógeti, úrskurðaði að það skyldi fara fram á íslenzku. — Hér er ekki rúm til að segja frá þessu ýtarlegar, en ég vísa til áðurgreindra staða í bókinni. — Af öðrum innskotsköflum má nefna lýsingu á synodus 1856, tekna úr gömlum »Þjóðólfi«, og einkum mjög fróðlegan kafla um drykkjuskap á íslandi um miðja 19. öld, bls. 196—203, sem snertir mest óreglu meðal presta; þar er margt skrítið tilgreint, t. d. um bóndann, sem hafði brennivín í netaduflum, svo hásetar gætu fengið sér sopa í róðrunum o. s. frv. Það er ekki lítið verk, sem höf. hefur unnið með því, að safna þessu saman og bræða það í eina heild; yfirleitt gerir hann það ágæt- lega, en vitanlega geta komið fyrir misfellur. Slíkt er þó varla teljandi með göllum. — Ég get ekki um það borið, hvort öll ártöl og önnur einstök atriði séu rétt, en tel víst, að bókin sé áreiðanleg að því leyti. Éorvaldur Thoroddsen hefur sérstakt lag á því að segja ágællega skrítlur, og dómar hans um hina og þessa menn eru oft bæði mergj- aðir og meinfyndnir. Hann er óspar á þeim, þegar svo ber undir. Þannig má í þessu riti finna dóma um Jón Guðmundsson, síra Svein- björn Hallgrímsson og síra Magnús Grímsson (bls. 100), síra Jón Bjarnason (bls. 183—184), síra Fr. Bergmann (bls. 181, 183, 184, 223, 247, 249, 250, 251), Guðbrand Vigfússon (bls. 213), H. Kr. Friðriksson (bls. 184, 224), síra Arnljót Olafsson og síra Þorvald Bjarnason (bls. 241 og 243). Er ekki við að búast, að allir menn fallist á álit höf. á þessum mönnum, og af því höfundur eðlilega hefur ekki altaf tíma og tækifæri til að rökstyðja dómana, getur ekki hjá því farið, að sumir muni kalla þá sleggindóma, þó fyndnir séu. Harð- leiknastur er hann við síra Fr. Bergmann, en þar færir hann margt til rökstuðnings sínu máli. Að höf. dæmir svo marga, stendur í sambandi við það, að hann vil bera hönd fyrir höfuð Pétri biskupi, ef einhver hefur ráðist á hann. Slíkt géra flestir þeir, sem æfisögur rita, og er þá oft brugðið um hlutdrægni, hvort sem vörn þeirra er á góðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.