Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 71

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 71
71 að tefla í uppreisn hertogadæmanna og ófriðnum við Prússa, og var engin furða, þó þeir litu tortryggilega til Islendinga. Skrítna flugufregn frá þeim tímum tilfærir Þ. Th. (bls. 113) úr bréfi frá Dr. Pétri til Jóns bróður hans, dags. 27. okt. 1848: »Altalað var í Höfn, að Jón Guðmundsson hefði riðið upp á alþing í sumar og gjört upphlaup; hefði verið í ráði að 1000 Cavalleristar eða riddarar kæmu frá Norður- landi, en Infanteri (fótgöngulið) að sunnan, sem áttu að drepa alla danska embættismnnn og alla »dansksindede« og sjálfsagt alla kaup- menn.« — ! ! f>á er enn margt skrítið um íslenzka tungu og stöðu hennar gagnvart dönskunni á íslandi, einkum bls. 106—107. Má þar fyrst nefna einkar-kyndugan passa, sem Kr. Magnúsen, kammerráð á Skarði gaf Sigríði Bogadóttur (bls. 32) er hún ». . . víkur alfarin til Garða þingsóknar . . . með sínu heiðarlegu standi samboðnu mannorði og civil fríheitum« o. s. frv., en mest er þó gaman að kafla úr bréfi frá Jóni Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar, dags. 3. marz 1848, er sýnir ljóslega, hve illa íslenzkan var stödd. Meðal annars var það þá títt að rita málspróf og réttarskýrslur á dönsku, og bæjarstjórnin í Reykjavík ritaði gjörðir sínar á dönsku. Við réttarhald í máli 1837 krefst íslendingur að það fari fram á dönsku, en Tvede danskur bæjarfógeti, úrskurðaði að það skyldi fara fram á íslenzku. — Hér er ekki rúm til að segja frá þessu ýtarlegar, en ég vísa til áðurgreindra staða í bókinni. — Af öðrum innskotsköflum má nefna lýsingu á synodus 1856, tekna úr gömlum »Þjóðólfi«, og einkum mjög fróðlegan kafla um drykkjuskap á íslandi um miðja 19. öld, bls. 196—203, sem snertir mest óreglu meðal presta; þar er margt skrítið tilgreint, t. d. um bóndann, sem hafði brennivín í netaduflum, svo hásetar gætu fengið sér sopa í róðrunum o. s. frv. Það er ekki lítið verk, sem höf. hefur unnið með því, að safna þessu saman og bræða það í eina heild; yfirleitt gerir hann það ágæt- lega, en vitanlega geta komið fyrir misfellur. Slíkt er þó varla teljandi með göllum. — Ég get ekki um það borið, hvort öll ártöl og önnur einstök atriði séu rétt, en tel víst, að bókin sé áreiðanleg að því leyti. Éorvaldur Thoroddsen hefur sérstakt lag á því að segja ágællega skrítlur, og dómar hans um hina og þessa menn eru oft bæði mergj- aðir og meinfyndnir. Hann er óspar á þeim, þegar svo ber undir. Þannig má í þessu riti finna dóma um Jón Guðmundsson, síra Svein- björn Hallgrímsson og síra Magnús Grímsson (bls. 100), síra Jón Bjarnason (bls. 183—184), síra Fr. Bergmann (bls. 181, 183, 184, 223, 247, 249, 250, 251), Guðbrand Vigfússon (bls. 213), H. Kr. Friðriksson (bls. 184, 224), síra Arnljót Olafsson og síra Þorvald Bjarnason (bls. 241 og 243). Er ekki við að búast, að allir menn fallist á álit höf. á þessum mönnum, og af því höfundur eðlilega hefur ekki altaf tíma og tækifæri til að rökstyðja dómana, getur ekki hjá því farið, að sumir muni kalla þá sleggindóma, þó fyndnir séu. Harð- leiknastur er hann við síra Fr. Bergmann, en þar færir hann margt til rökstuðnings sínu máli. Að höf. dæmir svo marga, stendur í sambandi við það, að hann vil bera hönd fyrir höfuð Pétri biskupi, ef einhver hefur ráðist á hann. Slíkt géra flestir þeir, sem æfisögur rita, og er þá oft brugðið um hlutdrægni, hvort sem vörn þeirra er á góðum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.