Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Side 65

Eimreiðin - 01.01.1909, Side 65
65 Leyndarráð. Endrum og sinnum eru fundir haldnir, en þeir einir mæta, er konungur býbur sérstaklega að koma. Par er alt samþykt, er ráðuneytið hefir gert og gera látið. Konungur er forseti Privy Councils. The Cabinet Council (Ráðuneytið) er sú stofnun, er helzt samsvarar ráðuneyti annarra landa. í því eíga sæti 14—15 helztu ráðgjafarnir. Öllu, sem þar gerist, er stranglega haldið leyndu. Yfirráðgjafinn er forseti og milliliður ráðuneytisins og konungs. Sjálfur fær konungur ekki að vera viðstaddur fundi ráðuneytisins. Á fundum ráðuneytisins eru gerðar allar mikils- varðandi stjórnarráðstafanir. Meðlimir þess eru venjulega valdir svo, að helmingur sé úr hvorri deild. Laun þeirra eru venjulega 90,000 kr. á ári. Auk þessara 14—15 aðalráðgjafa eru fjöldamargir auka-ráð- gjafar (50—60), sem allir fara frá völdum um leið og aðalráð- gjafarnir. Sú venja er orðin föst í sessi, að ráðgjafarnir verða að vera þingmenn og verða að láta endurkjósa sig í einhverju kjördæmi, ef þeir eru þingmenn, þegar þeir eru kvaddir í ráðgjafastöðu. Nái þeir ekki endurkosningu, fá þeir ekki að halda ráðgjafasætinu. Nú á dögum er ráðuneytið eða stjórnin brezka ekkert annað en nefnd, sem meirihluti neðri deildar felur að hafa stjórnina á hendi, meðan honum líkar við hana. Meirihlutinn í neðri deild er það, sem öll hefir völdin. Honum lýtur alt. Brezkir stjórnmála- menn nýrri tíma halda því líka fram, að í raun réttri sé ekki um neina skiftingu á ríkisvaldinu að ræða á Bretlandi, heldur sé það óskorað í höndum neðri deildar. Hún hefir löggjafarvaldib (kon- ungur og efri deild valdlaus), hún hefir framkvœmdarvaldið (framkvæmdarstjórnin == ráðuneytið = nefnd úr neðri deild), hún hefir loks óbeinlínis dómsvaldit), því að brezk lög ákveða, að dómurum skuli vikið frá embætti, ef parlamentið heimtar það, O: ef neðri deild heimtar það. ÓLAFUR BJÖRNSSON. 5

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.