Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 52
52 Brezka parlamentið. t’að er hyggja mín, að mörgum íslendingi muni nokkur forvitni á að kynnast dálítið brezka parlamentinu, vafalaust einhverri vold- ugustu og merkustu samkomu, er getur um víða veröld. En með því að básinn, sem mér er markaður í Eimreiðinni, er enginn geimur, verður mér ókleift að greina til verulegrar hlítar frá þessu pólitíska djásni Breta. Verð ég að láta mér nægja að tína nokkur fróðleiksatriði undan og ofan af úr sögu parlamentisins og mun síðan reyna að gefa mönnum nokkura hugmynd um nútíðargervi þess. Bretar eiga sér enga stjórnarskrá eða grundvallarlög í venju- legri merkingu þeirra orða. Aðrar þjóðir geta bent á sína stjórnar- skrá »svarta á hvítu« — í feldri heild: »þenna og þenna dag fengum við nú stjórnarskrána þá arna«! Svo er ei fyrir Bretum. Stjórnarskipan þeirra má líkja við mikið og voldugt tré, sem gróðursett hefir verið endur fyrir löngu og verið að vaxa og dafna hægt og bítandi öld eftir öld, unz það nú gnæfir við himin og ber langt af öllum öðrum samskonar trjám að fegurð, traust- leika og hverskonar prýði. Nokkuð greinir á um, hvenær tré þetta hið mikla hafi verið gróðursett. Bretar halda fram árinu 1215. Pað ár varð til Magna Charta libertaium (Frelsisskráin mikla) — kend við Jóhann kon- ung hinn landlausa — af Norðmannakyni. Telja Bretar hana hyrningarsteininn undir stjórnarskipun sinni. Jóhann átt í erjum við lenda menn, hugðist mundu kúga þá til auðsveipni við sig í hvívetna. En lendir menn létu hvergi sinn hlut. Varð konungur loks að kaupa sér frið af þeim með því að skrifa undir Magna Charta. Par sem lendir menn áttu aðalþáttinn í frelsiskrá þessarri, er ekki að því að spyrja, að þeir mökuðu sinn krók á ýmsar lundir, trygðu sér margskonar einkaréttindi. En aðalatriðin alþýðu í hag voru þessi: Engan frjálsan mann mátti hneppa í varðhald, eigi heldur ganga á eignir manna, nema samkvæmt lögum og að dómi undan gengnum, eigi heldur leggja sekt á menn nema eftir dómi. Ennfremur var konungi meinað að leggja aukaskatt á nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.