Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1909, Side 58
58 traustsyfirlýsingu á sjálfu þinginu, heldur farib frá völdum strax, er kosningar gengu þeim á móti. Er sú regla þannig helguð orðin af venjunni í sjálfu ættlandi þingræðisinsx). Endurbætur og rýmkanir á kosningarétti — 1832, 1867 og 1884 — hafa loks lagt þjóðræðisgrundvöll undir þingræðið. Parlamentinu er, sem áður greinir, skift í tvær deildir: Efri og neðri málstofu. Efri mdlstofan, öðru nafni lávarðadeildin (House of Lords), er runnin frá hinu forna þingi eða ráðsamkomu engilsaxnesku kon- unganna, er nefndist Witenagemot (Spekingaráð). Sóttu það helztu vinir konungs og stórmenni landsins. Um daga Norðmanna- konunga breytti ráð þetta nafni og nefndist þá Great Councú (Miklaráö). Kallaði konungur það saman, er honum þótti nauðsyn á, einkum er styrjaldir bar að höndum og fjárvandræði steðjuöu að. Pað var þetta gamla Great Council, sem Játvarður I kallaði saman 1295 — að viðbættum fulltrúum frá bæjum og sveitum. I fyrstu voru allar þessar þingstéttir í einni málstofu, en kringum 1340 urðu deildirnar tvær. Tvískiftingu þessari réði í fyrsta lagi: ólíkar heimildir til sætis á þingi, í öðru lagi ólíkt verksvið. Lá- varðarnir voru annaðhvort bornir til þingsetu, eða til þess kvacLcLir af konungi og þeir voru aðeins sjálfs sín fulltrúar. Hinir (Com- moners) voru kosnir af þjóðinni og fulltrúar — ekki sjálfs sín — heldur annarra. Verksviðið var sameiginlegt, er til fjárveitinga kom, en prelátar og barónar (hið gamla Miklaráð) höfðu það fram yfir, að þeir áttu að gegna dómarastörfum, voru æðsti dómstóll ríkisins. Par áttu Commoners ekki innkvæmt. í efri málstofunni sitja nú því sem næst 600 pingmenn. Af *) »í Lögréttu« þ. 17. des. 1908 stendur, að Salisbury hafi 1885 haldið völdum eftir kosningar fram á þing, þótt hans flokkur hef ði aðeins fengið 250 atkv. við kosning- arnar, en Gladstonesflokkurinn 374 (þessar tölur eru rangar: eiga að vera 251 og 333)- En »Lögrétta« getur ekki þess, að ennfremur voru kosnir 86 Parrellssinnar; og um þa vissi enginn, hvorum flokknum þeir myndu fylgja. Það gat eins verið, að þeir fylgdu Salisbury, og þá hafði hann meirihluta, og því vildi Gladstone ekki mynda ráðuneyti, fyr en á þing kom og Parrellssinnar sórust í bandalag við hann. Seinna á árinu fóru fram kosningar á ný, í júlímánuði, Gladstone beið ósigur og vék þa strax frá völdum, enda þótt um fáa daga væri að tefla, unz þingið átti að koma saman.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.