Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 69
69 er þá allbeiskyrtur, enda líkur til, eins og Þ. Th. bendir á, að honum hafi verið dálítið í nöp við biskup (bls. 241)- Hann er að bera saman Vídalínspostillu og Péturspostillu, og farast þannig orð: »AUur þorri manna er nú hættur að lesa meistara Jón, einmitt af því hann er meistari, en enginn doktor: enginn tállituð töfrasmyrsli lífsins, engvir dýsætir svefndropar samvizkunnar, engvir gljásmurðir silkiplástrar sið- ferðisins, engin mýkjandi hægðalyf sáluhjálparinnar; engin þvættitugga tímans, ekki gutl hans né japl; aldrei hálft um hálft né hringlandi til og frá, sláandi úr og í; aldrei beggja blands né á báðum áttum; flaðrið og daðrið og dauðhalaskapinn þekkir hann eigi. Hann er enginn doktor, það er satt; en meistari er hann og verður allra kennimanna þessa lands«. í’etta er mergjuð árás, og í sama anda og orð síra Friðriks Bergmanns (tilf. á bls. 180): »sá, sem settur er til yfirhirðis í kirkjunni, lætur sig þannig engu skifta, hvernig alt gengur, stingur dýsætri dúsu jafnvel upp í afneitunina, og hylur afglöp óreglu og hneyx- lanir með helgilíni kirkjunnar,« og fl. — En eftir árásirnar að vestan kveður síra Amljótur upp þennan dóm á starfsemi biskups í bréfi til hans, dags. 7. marz 1891 (bls. 185): »Ég get ekki varist að láta í ljósi gremju mína yfir þeirri ósvífni og þeim bamaskap, er lýsir sér í aðkasti þeirra [o: Vesturheimspresta] til yðar . . . Hvað hafa þessir menn gert fyrir sína kirkju vestra, í samanburði við lög þau og allar þær ráðstafanir, er gjörðar hafa verið á yðar tfmum og með yðar til- stilli 1 orði og verki fyrir kirkju vora? Hvar er sjóður þeirra handa prestsekkjum, hvar þeirra sálmabók, hvar þeirra prestaskóli? Þeir hafa eingöngu rætt um kensluskóla til að sýna fullkomið vanmætti sitt; í augum þeirra er alt andleg auðn og tóm, líklega eingöngu andlegur útsláttur frá þeirra innra manni. Elskulegi biskup, það mun sannast og sagt verða, þegar þér eruð látinn, að á dögum yðar biskupsdóms hefir íslenzka kirkjan tekið mestum framförum«. — Og undir þau ályktunarorð hefði líklega hver einn og einasti prestur á íslandi skrifað, ef hans atkvæða hefði verið leitað. Sem manni er Pétri biskupi líka vandlega lýst og ýms dæmi tilfærð, er sýna veglyndi hans gegn mótstöðumönnum, rausn gegn fátækum og höfðingsskap hvívetna í opinberri framkomu í sinni stétt og í borgfélaginu yfirleitt. Hin ágæta síðari kona hans, Sigríður Boga- dóttir, hefur auðsýnilega átt mikinn þátt í því að gera heimili hans það, sem það var, og hún á fyllilega skilið hina hlýlegu og góðu lýsingu höf. á bls. 272—77, því á öllu má sjá, að hún hefur verið óvenjulega vel gefin og dugleg kona. Pétur biskup stendur þá lifandi fyrir sjónum lesarans. Framkoma hans er altaf sjálfri sér lík; hvort sem hann er prestur, skólastjóri, biskup, vísindamaður eða alþýðufræðari — þá er hann altaf sami maður- inn: mentaður, kristinn höfðingi, spakur að viti. Þannig kemur hann fram i bók Þorv. Thoroddsens, og eiginlega finst mér hin stutta æfisaga eftir Grím Thomsen í Andvara 1893 ekki koma í bága við þann dóm, þegar úr henni er dregin aðdróttunin um ágengni, sem tæplega er á góðum rökum bygð, og að engu leyti er í samræmi við lund biskups; en Þ. Th. bendir glögglega á, hvernig stendur á misskilningi Gríms Thomsens í þessu atriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.