Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 62
Ó2 The Speaker á, ab »óviðkomandi« séu viðstaddir, skulu þeir þá út reknir. Fjörutíu þingmenn þurfa að vera við, til þess að málstofan sé atkvæðisbær. Færri duga, ef enginn þingmaður fárast yfir. En ef einhver bendir forseta á, að nokkrum sé vant í 40, verður hann að fresta fundi. Skrítið er það, að í sal neðri deildar eru ekki nema 300 sæti, þótt þingmenn séu 670. Teir, sem ekki ná í sæti, verða þá að standa eða koma sér fyrir eftir því sem bezt gengur. Sú er bótin, að vanalega kemur nú ekki fyrir, að fleiri en 300 mæti á þinginu, og þótt þingmenn séu í sjálfu þing- húsinu, þurfa þeir eigi að hanga í sjálfum þingsalnum, því að hús- rými er dágott. Ekki færri en 600 herbergi eru í þinghúsinu! Dvelja þingmenn alloft í veitingasölunum, lestrarsölum o. s. frv., og vita þá ekkert, hvað er að gerast í þingsalnum. Pessvegna eru nokkrir menn innan þingflokkanna hafðir til þess, að gera þeim við vart, sem fyrir utan þingsalinn eru, ef áríðandi atkvæða- greiðsla á fram að fara. Pessir menn eru kallaðir »Whippers in« (Innkeyrendur). Peir eiga að »keyra« sína flokksmenn inn til at- kvæðagreiðslu, gæta þess, að ekki fari of margir út, svo að jafnan sé fundarfært, ennfremur, að nokkurnveginn jafnmargir séu jafnan viðstaddir af þeirra flokld sem af andstæðingunum o. s. frv. Einu sinni léku íhaldsmenn illa á framsóknarmenn. Pað var 1893. Ihaldsmenn létu sína flokksmenn fela sig í þinghúsinu úti í garð- inum og víðar, dag einn, er mikilvæg atkvæðagreiðsla átti að fara fram. »Innkeyrendur« framsóknarmanna vöruðu sig ekki á þessu, leyfðu of mörgum sinna manna að hverfa burtu. Pegar atkvæða- greiöslan átti að byrja, þustu íhaldsmenn að úr öllum áttum inn í þingsalinn, og framsóknarmenn biðu mikinn ósigur. Cavling rit- stjóri segir í bók sinni »London«, að það hafi verið þessi atkvæða- greiðsla, er steypti framsóknarstjórninni úr völdum. Pingflokkarnir eru tveir — eða þrír, ef Irar eru taldir sérstakur flokkur. I’eir hafa verið allra vinir og engum trúir, stutt hina flokkana á víxl. Aðalflokkarnir eru: Framsóknar eða frjálslyndi flokkurinn og íhaldsmenn (Liberals og Conservatives). Áður hétu flokkarnir öörum nöfnum, þeir frjálslyndu Whigs, hinir Tories, það voru upphaflega viðurnefni. Nú situr sem kunnugt er frjáls- lyndi flokkurinn að völdum. Vilji einhver þingmaður fá orðið, dugir honum ekki að berja pennaskaftinu í borðið, eins og siður er á alþingi, — ekki heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.