Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 43
43
Pá dettur enn eitt fisið niður, og það fær mál og fer að
tala:
»t,að er ég, sem hefði átt að vera með þér alla daga. Eg
skyldi hafa hvíslað aðvörunarorðum í eyra þér við spilaborðið.
Eg skyldi hafa ýtt vínglasinu frá þér. Slíkt mundir þú hafa þolað
mér«. »Já, það hefði ég«, hvíslar hann, »það hefði ég«.
fá kemur annað fisið. Pað talar líka: »það er ég, sem hefði
átt að ráða á heimili þínu, og fá að gjöra það vistlegt og ánægju-
legt. Pað er ég, sem hefði átt að fylgja þér yfir eyðimörk
ellinnar. Eg átti að kveikja eld á arni þínum og vera þér auga
að sjá með og stafur að styðja þig við. Hefði ég ekki getað
það?« — »Mjúka, litla fis«, svarar hann, »þú hefðir getað það«.
Enn eitt fis kemur, og það segir: »Illa er farið með mig. Á
morgun fer unnusti minn burt frá mér, án þess aö kveðja mig.
Á morgun mun ég gráta, gráta allan liðlangan daginn, því mér
mun þykja það æðimikil vanvirða, að ég skuli ekki vera nógu góð
handa Márits. Og þegar ég kem heim — ég veit ekki hvernig
ég á að geta komið heim, fyrir augu foreldra minna, eftir þetta.
Pað verður hvískrað og pískrað um mig, hvar sem ég sést.
Allir munu fara að grafast eftir því, hvað ég hafi brotið af mér,
úr því ég sé látin sæta slíkri meðferð. Á ég sök á því, að þú
elskar mig?« Hann svarar með grátstaf í kverkunum: »Talaðu
ekki svona, fis lilla! Pað er of snemt að segja þetta«.
Hann er þar úti alla nóttina, og loks þegar komið er undir
miðnætti, dimmir ofurlítið. Hann verður þá gagntekinn af mikilli
angist, honum finst einsog þetta mollulega, þunga næturloft standi
á öndinni, af ótta fyrir einhverju illverki, er framið muni verða
með morgunsárinu.
Hann reynir að friða nóttina með því að segja upphátt: »Eg
skal ekki gjöra það«.
En þá skeður nokkuð, sem er alveg óskiljanlegt: Nóttin fyllist
voða-angist. Nú eru það ekki lengur litlu fisin, sem falla, en alt
í kringum hann heyrist þytur af vængjum, stórum og smáum.
Hann heyrir að eitthvað flýr, en hann veit ekki hvert.
Petta, sem er að flýja, fer framhjá honum, það strýkst við
vanga hans, snertir föt hans og hendur, og honum skilst nú,
hvað það muni vera. Pað eru blöðin, sem falla af trjánum,
blómin, sem flýja af stönglunum, vængirnir, sem fljúga burt af
fiðrildunum, söngurinn, er hverfur frá fuglunum. Hann er í engum