Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 43
43 Pá dettur enn eitt fisið niður, og það fær mál og fer að tala: »t,að er ég, sem hefði átt að vera með þér alla daga. Eg skyldi hafa hvíslað aðvörunarorðum í eyra þér við spilaborðið. Eg skyldi hafa ýtt vínglasinu frá þér. Slíkt mundir þú hafa þolað mér«. »Já, það hefði ég«, hvíslar hann, »það hefði ég«. fá kemur annað fisið. Pað talar líka: »það er ég, sem hefði átt að ráða á heimili þínu, og fá að gjöra það vistlegt og ánægju- legt. Pað er ég, sem hefði átt að fylgja þér yfir eyðimörk ellinnar. Eg átti að kveikja eld á arni þínum og vera þér auga að sjá með og stafur að styðja þig við. Hefði ég ekki getað það?« — »Mjúka, litla fis«, svarar hann, »þú hefðir getað það«. Enn eitt fis kemur, og það segir: »Illa er farið með mig. Á morgun fer unnusti minn burt frá mér, án þess aö kveðja mig. Á morgun mun ég gráta, gráta allan liðlangan daginn, því mér mun þykja það æðimikil vanvirða, að ég skuli ekki vera nógu góð handa Márits. Og þegar ég kem heim — ég veit ekki hvernig ég á að geta komið heim, fyrir augu foreldra minna, eftir þetta. Pað verður hvískrað og pískrað um mig, hvar sem ég sést. Allir munu fara að grafast eftir því, hvað ég hafi brotið af mér, úr því ég sé látin sæta slíkri meðferð. Á ég sök á því, að þú elskar mig?« Hann svarar með grátstaf í kverkunum: »Talaðu ekki svona, fis lilla! Pað er of snemt að segja þetta«. Hann er þar úti alla nóttina, og loks þegar komið er undir miðnætti, dimmir ofurlítið. Hann verður þá gagntekinn af mikilli angist, honum finst einsog þetta mollulega, þunga næturloft standi á öndinni, af ótta fyrir einhverju illverki, er framið muni verða með morgunsárinu. Hann reynir að friða nóttina með því að segja upphátt: »Eg skal ekki gjöra það«. En þá skeður nokkuð, sem er alveg óskiljanlegt: Nóttin fyllist voða-angist. Nú eru það ekki lengur litlu fisin, sem falla, en alt í kringum hann heyrist þytur af vængjum, stórum og smáum. Hann heyrir að eitthvað flýr, en hann veit ekki hvert. Petta, sem er að flýja, fer framhjá honum, það strýkst við vanga hans, snertir föt hans og hendur, og honum skilst nú, hvað það muni vera. Pað eru blöðin, sem falla af trjánum, blómin, sem flýja af stönglunum, vængirnir, sem fljúga burt af fiðrildunum, söngurinn, er hverfur frá fuglunum. Hann er í engum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.