Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 54
54 ingarvaldsins var þinginu leyft að láta uppi álit sitt um aðra lög- gjöf og senda konungi bænarskrár um hin og þessi efni. — Pað reyndist svo, er á átti að herða, að óæðri klerkar höfðu enga ágirnd á þingsetu og hurfu þeir brátt úr sögunni. Eftir urðu þá í þinginu preldtar og barónar annarsvegar, en riddarar og borgarar hinsvegar. Undir miðbik 14. aldar skiljast þessar tvær stéttir í House of Lords (Efri málstofan) og House of Commons (Neðri málstofan). Pað hefir haft eigi lítið að segja í stjórnmálum Englands, að riddarar og borgarar urðu saman í deild. Riddararnir, fulltrúar bændanna, voru oft og tíðum menn af aðalsættum, yngri bræður sjálfra lávarðanna, og áttu mikið undir sér. Petta olli því, að á milli þingstéttanna á Bretlandi varð aldrei djúp staðfest, sem raun varð á víða á meginlandi álfunnar. Petta hefir framar öðru stuðlað að því, að neðri málstofan ætíð mátti sín mikils. Ef í neðri mál- stofunni hefðu verið bændur einir og borgaralýður, er ekkert sýnna, en sama hefði orðið uppi á teningnum á Englandi og annarsstaðar í álfunni: lægri stéttunum smámsaman horfið öll völd. Næstu 300—400 árin á konungsvaldið og parlamentið í sífeldu þófi, alveg eins og tveir séu að toga í snæri. Stundum veitir öðrum betur, stundum hinum. Á stunduin virða konung- arnir þingið alveg að vettugi, skeyta engu fornum loforðum, krefja skatta að þinginu fornspurðu o. s. frv. En parlamentið tók jafnan slík gjörræði af konunga hendi harla óstint upp og andmælti þeim af miklum móð. Á hinn bóginn var það jafnan fúst til skattálögu, ef konungar sneru sér til þess í þeim erindum. Með þessarri að- ferð fékk parlamentið því til vegar snúið smátt og smátt, að konungar hættu að ganga fram hjá því, Skattálöguréttur þess varð þannig trygður og helgaður af venjunni. Parlamentið fór nú úr þessu að færa sig upp á skaftið. Pað notaði hvert færi, er gafst til þess að auka völd sín — og færin urðu mörg. Brezku miðaldakonungarnir áttu allmjög í styrjöldum, og þurftu því á miklu fé að halda; voru líka sællífisseggir og skrautgjarnir nautnamenn í hvívetna. Reyndist nú hér, sem oftar, að fjárkröggurnar mýkja manninn og rýra mótstöðuþróttinn og kjarkinn. Parlamentið seldi jafnan skattálögusamþykki sitt við nýjum og nýjum ívilnunum sér í hag. Óx nú vegur þingsins all- mjög, einkum meðan rósturnar milli hvítu og rauðu »rósarinnar« voru sem mestar. Pað fékk því framgengt, að flestöll lög voru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.