Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 40

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 40
40 asta eyri frá mér. Ég vil ekki hjálpa til aö eyðileggja framtíð þína«. »Geðjast þér svona illa að henni, föðurbróðir minn?« »Nei, þvert á móti, það er allra bezta stúlka, en hún er ekki við þitt hæfi. Pú átt að eignast einhverja stássmey, t. d. Elísabetu Westling. Láttu nú skynsemina ráða, Márits. Hvað ætli verði úr þér, ef þú hættir námi og ferð að búa, vegna barnsins þess arna. Pú dugir ekki til þess, drengur minn. Til þess þarf meira en að geta tekið fyrirmannlega ofan og sagt: sÉakka ykkur fyrir, börnin góð!« Pú ert skapaður til að verða embættismaður. Éú getur orðið ráðherraL »Fyrst þú hefur svona mikið álit á mér, föðurbróðir minn, þá hjálpaðu mér til að ljúka prófi, og láttu okkur svo giftast á eftir«. »Nei, enganveginn, drengur minn, enganveginn. Hvaða fram- tíð heldurðu að bíði þín, ef þú bindur þér þann klafa á háls, að giftast slíkri konu? Klárinn, sem dregur brauðvagninn, tekur ekki skeiðspretti. Hugsaðu þér bakaratelpuna eiga að verða ráðherra- frú! Nei, þú mátt ekki trúlofast fyrstu tíu árin, ekki fyr en þú ert kominn í gott embætti. Hverjar mundu afleiðingarnar verða, ef ég hjálpaði ykkur til að giftast? Hvert einasta ár munduð þið koma og biðja mig um peninga. Og það mundi verða þreytandi, bæði fyrir mig og ykkur«. »En, föðurbróðir minn, ég er þó heiðarlegur maður. Ég er búinn að trúlofa mig«. »Hlustaðu nú á, Márits! Hvort er betra, að hún verði að bíða eftir þér í tíu ár, og þú viljir svo ekki giftast henni, þegar á á að herða, eða að þú segir henni upp nú þegar? Láttu nú skríða til skara; farðu á fætur, taktu vagninn og haltu af stað heim til þín, áður en hún vaknar. Pað er heldur ekki viðeigandi, að nýtrúlofaðir unglingar ferðist svona langar leiðir einsömul. Ég skal sjá um stúlkuna, ef þú einungis vilt hætta við þessa heimsku. Ég skal láta námustjórafrúna fylgja henni heim. Ég skal senda hana í skrautvagni, með tveimur gæðingum fyrir, ef þú vilt. Ég skal kosta þig að öllu leyti, svo þú þarft engan kvíða að bera fyrir framtíðinni. Svona nú, vertu nú skynsamur; þú gleður for- eldrana þína mikillega, ef þú fylgir mínum ráðum. Farðu nú af stað, án þess að kveðja hana. Ég skal koma vitinu fyrir hana. Ég er viss um að hún vill ekki vera þrándur í götu fyrir hamingju

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.