Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 17

Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 17
17 Hér eru áhöld um snildina, — en þó sitt háttar af hvoru. Lýsing Jónasar er einföld og látlaus í allri sinni hásumarsdýrð, — en lýsing Matthíasar íburðarmikil, geisladýrðin svo mikil, að maður fær nærri því ofbirtu í augun. Pá eru náttúrulýsingar Jónasar að því leyti fremri flestum íslenzkum náttúrulýsingum, að þær eru ávalt hárréttar frá nátt- úrufræðislegu sjónarmiði, eins og við mátti búast. Náttúruþekk- ing hans varnaði því, að vísindalegar villur kæmu fyrir í náttúru- lýsingum hans, en þær eru því miður alltíðar í íslenzkum skáldskap, og hljóta jafnan að særa þá, sem bera skyn á þá hluti. En lýsingar hans eru ekki einungis lausar við náttúrufræðis- legar villur, heldur eru þær sumar blátt áfram náttúruvísindalegar ritgerðir í ljóðum, algerlega einstæðar í sinni röð, þar sem saman fer náttúrufræðisleg skarpskygni, skáldleg andagift og glæsilegur búningur. Kvæðið »Skjaldbreiður« er t. d. nákvæm jarðfræðileg lýsing á eldgosi og byltingum þeim og breytingum, sem það hefur í för með sér. Pegar það kvæði var ort, var jarðfræðin enn á bernskuskeiði og skamt á veg komin sem vísindagrein; en þó er lýsingin hjá Jónasi svo rétt, að ekkert verulegt er enn út á hana að setja í jarðfræðislegu tilliti. Sýnir þetta bezt djúpsæi Jónasar sem nátt- úruskoðara. »Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan feldar allar stjörnur himna ranns; eins og ryki mý eða mugga, margur gneisti um loftið fló; dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó. Belja rauðar blossa móður, blágrár reykur yfir sveif; undir hverfur runni, rjóður reynistóð í.hárri kleif. Blómin ei þá blöskrun þoldu, blikna hvert í sínum reit, höfði drepa hrygg við moldu — himna drottinn einn það leit. Vötnin öll, er áður féllu undan hárri fjalla þröng, skelfast, dimmri hulin hellu, hrekjast fram um undirgöng; öll þau hverfa að einu lóni, elda þar sem flóði sleit. Djúpið mæta, mest á fróni, myndast á í breiðri sveit. 2

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.