Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 6

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 6
86 því fram á bæjarlækinn í hreyknum látalátum og segir: nú skal ég fara til Ameríku! Og svo stingst það á höfuðið í lækinn. Eini sólskinsbletturinn í þessu bliku-veðri er þetta: að sjálf- stæðishugurinn er vaknaður hjá þjóðinni. En: viljinn vopnlaus vart um breytir rúst í blómstra ríki, sagði Bólu-Hjálmar. Gáfaður alþýðumaður finnur skókreppuna, sem efnahagsósjálfstæðið gerir framsókninni í öllu landinu. f*eir menn finna hana síður, sem lifa á rekaítökum þeim, sem koma á landssjóðsfjöruna, og hafa ef til vill enga fram að færa, nema sjálfan sig. Peir geta látið mikinn og brugðið Hjálmari og hans líkum um kotungshug og smásálarhátt. En það mun nú samt sannast, þótt ég falli frá, að sjálfstæði almennings og alþjóðar vorrar vex ekki fiskur um hrygg, þótt staðið sé á suðurströnd landsins í tjörunni og æpt að danskinum. Ertu þá að bíta bakfiskinn úr þjóðinni? kynni einhver náungi minn að spyrja. Nei. Ég er ekki að því. Ég er þvert á móti að minna ein- staklingana á og þjóðina, að þeim þarf að vaxa fiskur um hrygg, til þess að sjálfstæðin geti blómgast. Ég gat þess áðan, að þjóðin væri vöknuð, eða sjálfstæðis- hugur hennar, og að það væri sólskinsblettur í heiði. Svefninn er verstur, svefn áhugaleysis og afskiftaleysis um alþjóðarmál. En því er nú ver og miður, að þjóðin hefir vaknað á líkan hátt sem barnið vaknar — það heimtar brauð af öðrum, fötin sín og taumlaust ærslafrelsi, en vill ekki vinna fyrir því. En barnið vitkast bráðum — ef það heyrir og sér til viturra manna. Og þess er að vænta, að þjóðinni muni fara því líkt í þjóðmála þroskanum. Pjóðin er enn þá barnung og óþroskuð á þjóðmála vísu, því sá þroski fæst ekki alment á skemmri tíma en mörgum mannsöldrum, og þó því að eins, að hún búi við margskonar reynslu í þeim efnum. Sjálfstæðishugur þjóðarinnar er nú vaknaður á þann hátt, að hann þráir fullnægju sína. Éráin er mikils virði. En ein sér er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.