Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 7

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 7
»7 hún aflvana. Hún er eins og stýrislaust skip, sem rekur á reið- anum fyrir stormi og straumi. Práin ein saman leiöir mennina út í draumóra og taumlaust tilfinningafálm. Hún þarf að hafa rökrétta skynsemi til að leiða sig, ef vel á að fara fyrir henni. Sjálfstæðishugur þjóðarinnar þarf að vitkast á þann hátt, að hann sjái og skilji hvar þjóðin er stödd —• að hún er stödd í örbirgð og umkomuleysi heima fyrir. Hún þarf að snúa við blaðinu sínu á þann hátt, að krefja sjálfa sig um þá sjálfstæði, sem hún getur veitt sjálfri sér, eða þarf að geta veitt sér, til þess hún haíi með fullveldis-sjálfstæði að gera út á við. Fullveldis-sjálfstæði kalla ég þá sjálfstæði alþjóðar, sem getur farið sjálfkrafa meö hermál og utanríkismál. Fjóðin þyrfti endilega að efnast og fólkinu að íjölga. Nú er svo ástatt í landinu, sem ég lýsti áðan, og fimti hver maður flú- itin úr landi síðasta mannsaldur, sökum þess að þeir örvæntu um efnahagssjálfstæði sína í heimahögunum, vegna veðráttu þess og megurðar og fábreyttra atvinnuvega og útgjalda. Nú vilja þessir sömu menn, að hér sé stofnað lýðveldi. Og því skyldum vér ekki viljaþað, kjósa það, óska þess — dreyma um það oft og oft. En viljinn vopnlausi, hann er svo undur kraftalítill. Pessir menn eru þó líklega ekki búnir að gleyma því, hvernig hnattstaða landsins okkar var, þegar þeir lögðu ár- arnar í bátinn sinn hér heima og fóru alfarnir. Finst þeim nú, að útgjaldabyrðin hafi orðið léttari síðan, veðráttan miklu betri og burðarþol almennings tífalt við þad sem áður var? Útgjöldin hafa alt að því tífaldast á síðasta mannsaldri í landi voru, eða síðan Vesturfarir hófust, og þau mundu enn þá margfaldast, ef hér kæmist á lýðveldi, eða alveg fullvalda ríki. Pað tjáir ekki að gera þetta mál að taumlausu tilfinninga- máli. Tilfinningin er ótraust sjálfstæðisstoð til frambúðar, þótt hún sé góð til skáldskapar. Ef vér viljum hugsa til þess að verða sjálfstæð þjóð í raun og veru, og það eigum vér auðvitað að verða, þá skulum vér byrja á því að gerast sjálfstæðir bændur og borgarar og sjómenn. Pað getum vér orðið með því að vinna meira en vér gerum al- ment. Reyndar vinna bændur og fólk þeirra ámælislaust. En sjómenn og lausamenn og bæjabúar þyrftu að vinna meira en þeir gera alment á veturna. En einkum þurfa allir menn í þessu landi »æðri og lægri«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.