Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 16

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 16
96 hnöppunum, bjarta hárinu og gráu augunum, sem langt var á milli og mintu mig nánast á ýsuaugu. Pið munuð verða að játa, að þessi þráláta endurtekning á sama draumnum hafi verið einkar vel fallin til að gera mann sturl- aðan og vekja hjá honum hroll og hugraunir. Nokkrum vikum seinna ferðaðist ég til Parísar og tók mér bústað á sama hótellinu og stúlkan mín enska. Við komum þangað um kveld, dálítill útvalinn hópur, og vorum útaf fyrir okkur. Eg hafði í mesta snatri fataskifti og gekk að lyftivélinni til þess að komast niður í borðsalinn. I ganginum hitti ég kunn- ingja mína, sem líka vóru á leiðinni að lyftivélinni. En ég varð fyrstur þangað og þrýsti á rafmagnshnappinn. Eftir eitt augna- blik heyrði ég núningsbrakið í lyftivélinni, rennihurðinni var skotið frá og ég hrökk aftur á bak, eins og ég hefði séð vofu. I dyra- gættinni stóð sem sé fjórtán vetra sveinn með bjart hár og ýsu- augu, í dökkum frakka með flaujelsuppbrotum og málmhnöppum — alveg eins og mér hafði birzt í draumum mínum. Hann stóð í dyrunum og bauð mér með kurteislegum handa- burði að koma inn í lyftivélina. Ég verð að játa, að í fyrsta sinn á æfi minni fann ég, að hárin gætu virkilega risið á höfði manns af hræðslu. Án þess að ég eiginlega vissi, hvað ég gerði, sneri ég mér sem skjótast frá honum og þaut eins og hamstola niður stigann. Lyftivélin hefir auðsjáanlega orðið að bíða eftir talsvert mörgu fólki, en ég sat á meðan í forsalnum og reyndi að sefa geðs- hræringar mínar, því ég fann að ég var orðinn nábleikur. — Og . . . mér er ekki ljóst . . . það liðu máske fáeinar sekúndur, máske fáeinar mínútur, þangað til ég alt í einu heyrði ógurlegt óp og heljarhvin —- og ég féll í ómegin á gólfið. Pegar ég raknaði við aftur, var forsalurinn troðfullur af manns- líkömum, sem verið var að bera burtu með mestu gætni og varkárni. Ég fékk seinna að vita, að sveinninn hefði dáið. Hver getur skýrt þennan atburð eins og honum þóknast. Pað er fyllilega réttmætt að bregða mér um efagirni, því hefði þetta komið fyrir einhvern annan, þá mundi ég ekki hafa trúað því.« V. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.