Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 20
xoo
löndum. Ég var þar gestkomandi fyrir og hann kom þangað að
heiman. Hann var hér um bil hversdagsklæddur, hafði kattar-
skinnshúfu á höfði og gerði hún gott samræmi við alskeggjað
niðurandlitið. Gjallandi — svo er hann löngum nefndur hér um
slóðir ■— kastaði kveðju á okkur, sem fyrir vórum, heldur stytt-
ingslegri. Parna sátu þó beztu vinir hans — Pétur Gauti og
Auðna-Benedikt. — Hann fór nærri strax og kvaddi á sama hátt,
— leit þó sérstaklega til mín og sagði: Kemur þú ekkert austur
yfir ána? —■ Éar var bærinn hans. Og þetta var heimboðiö.
Petta er Porgils gjallandi: stuttur í spuna og þur á manninn.
Pegar ég kom heim til hans, var hann við fjárhirðing. Ég
var lengi úti með honum og í fjárhúsum, áður en hann bauð mér
inn. En vel sá hann fyrir þörfum mínum og kona hans; því að
þegar ég vaknaði um morguninn eftir, var hann kominn í fjár-
húsin sín, en skilið hafði hann við sögukorn eftir sig framan undir
höfðalagi mínu.
Porgils er afbragðs fjármaður og hestamaður. Eg hefi varla
séð aðra eins nákvæmni í handtökum nokkurs manns, sem að
fjárhirðing lúta, sem ég sá til hans. Dýrasögur hans eru ekki
samdar af uppgerðartildri.
Mér er sagt, að Porgils hafi litla dáleika á mönnunum. Pað
kynni að vera misskilningur, sprottinn af þeirri rót, að hann er
stuttur í spuna og ekki verulega málmjúkur. Ég gæti vel trúað
því, að mennirnir hefðu lengra horn í síðu hans, heldur en hann
hefir í síðu náunganna. En hitt kynni að vera, að hornið hans
sé hvassara og viðkvæmara, af því að hann kann að ydda það.
Ástæðan er augljós: Hann er ekki trúmaður á þann hátt,
sem það hefir verið þýtt vanalegast. Hann sækir ekki kirkju,
nema ef vera skyldi einu sinni á ári. Pó mun hann goldið hafa
hoftollinn. Ég veit ekki um trúarskoðanir Porgils. Ég get ætlað,
að sú hlýleika tilfinning, sem sumir menn eiga samvaxna trúar-
kenningunum, hafi með honum runnið í annan farveg og orðið að
samúð með dýrunum.
En hvernig sem þessu er háttað, þá er það víst, að sumir
menn hafa ýmugust á honum fyrir »trúleysi«. Á þennan hátt
hefir það ef til vill orsakast, að skorist hefir í odda með honum
og mannfélaginu. Maðurinn er skapstór og mun vera að eðlis-
fari þrunginn af sjálfstæðishug. Konu á hann alla vega vel gefna
og væna að álitum, en ef til vill ekki svo auðsveipa, sem vér