Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 22
102 manninn, sem hefir styrk sinn í kvendygðunum, nema þeim höf- undi, sem er bæði skáld og göfugur að innræti. Mannlífið er bæði gott og vont. Sögurnar sem lýsa því, eiga að vera illar og góðar á sama hátt. Annars eru þær ekki réttar lýsingar. Þessi saga leiðir fram á sjónarsviðið geðfeldar myndir og ógeðfeldar. Gróa er ekki hugljúf kona. En þuríður er hugnæm. Hún er mótvægi Gróu í sögunni. Og það sést ljóst, að höfund- ur sögunnar hefir mætur 'á henni. »En Geirmundur þarf ekki að vera launsonur prestsins«, segja sumir. Hann þurfti ekki að fara úr eldinum í bálið, nema af því að höfundurinn vill velta öllum í skarninu, sem hann segir frá.« fessi ásökun er algeng um öll lönd. Skáldin, sem uppi eru nú á dögum, eru oft atyrt og þeim er legið þungt á hálsi fyrir það hátterni sitt, að þau taka sér fyrir yrkisefni sársauka-atriði úr mannlífinu, oftar en hitt. Peir, sem lesa skáldsögur þessar, gretta sig í framan og segja: Svei! fetta er ljóta sagan. Er ekki nóg af ljótum sög- um hérna í kringum okkur — sönnum sögum ljótum, þó ekki sé verið að búa til ljótar sögur í þokkabót? Eg vil lesa mér til ánægju, en ekki til kvalar. Þetta segir einn og annar. Rétt er nú það, góðir hálsar! Og þó er þetta ekki rétt, nema að sumu leyti, þegar málið er grandskoðað. Fyrst er þess að geta, að skáldin búa ekki til sögur sínar nema að sumu leyti. Þau búa þær til á líkan hátt og matreiðslu- kona, eða matsveinn, býr til mat. Þau hafa efnið alt fyrir fram- an sig. Náttúran og mennirnir leggja þeim föngin upp í hendurn- ar. En þau búa til réttina úr þeim. Skáldin taka efnið í sögur sínar úr mannlífinu og sníða það til í höndum sér. — Þau s k a p a ekki menn né konur, heldur taka þau menn og konur, sem þau þekkja og lýsa þeim. 3?au breyta nöfnum og samböndum og færa til atburði og sambönd úr dag- jega lífinu. Það er þeirra verk. Skáldin eru nokkurskonar vef- arar. Sagan þeirra er vefur. Þau fá efnið í vefinn eða uppistöð- una hjá náungum sínum. En þau setja á hann lit og lögun og gefa upp í hann. Deilt hefir verið um það í löndunum víðsvegar, nú um langa hríð, hvort skáldin ættu heldur að vera: málarar tilfinninga og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.