Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 24
104 »Hitta mundir þú fegri spár í þessu máli, ef svá væri í hendr þér búit af mér ... en mikit er til at hyggja, ef þetta alt skal eftir ganga.« Og því líkt vildi ég nú segja fyrir hönd okkar, sem hnoðum saman lím og leir skáldsagnanna. Betur mundum vér segja frá mannlífinu í sögum vorum, en vér þykjum gera, ef þann veg væri í hendur okkar búið af einstaklingum og alþýðu. Einhver maður glöggrýninn á skáldskap hefir komist svo að orði um Ibsen skáld, að skáldrit hans séu líkari vitum en nokkuru öðru. Pau minna á vitana á framnesjum og úteyjum, sem vara menn við þeim stöðvum, sem farmenn mega ekki koma á. Pau sýna boðana, blindskerin og brotsjóana á lífsleiðum mannanna. Og þau sýna ströndin og skiptapana, sem verða á þeim leiðum. Vitinn stendur á andnesinu eða á úteynni, þögull, en leiftrandi í myrkrinu — þögull, en þó reyndar hrópandi og varandi við hásk- anum. — Skáldin eru heit og tilfinninganæm. Lífskjör þeirra fara með þau stundum því líkt sem náttúran og veðráttan fer með eldfjall- ið*— bræðir það utan klaka og festir jökul á eldvarpinu. En niðri fyrir er þó eldurinn, og hann brýst upp öðru hverju og kast- ar frá sér logandi glóðinni. Skáldin eru aðgætin og eldfim. Atburðirnir hafa sterk áhrif á þau og djúpnæm, einkum þau viðburðaatvik, sem eru sársauka- mikil og frásöguleg. Pessi efni setjast að í hugum skáldanna og láta þau engan frið hafa. ?au mega til að gera eitthvað með þau efni. Skáldin hafa gleggri augu til að sjá með sárin mannanna heldur en almenningur. Bau hafa eyru næmari til að heyra með titrandi hjartslátt náunga sinna heldur en alþýðan hefir. Er það þá kynlegt, þó að þau lýsi því, sem þau heyra og sjá? Er það að undra, þótt þau segi frá þeim sárum, sem þau sjá, og þeim hjartslætti, sem þau heyra, — segi frá með sínum orðum? Pau geta ekki annað. Veröldin er auðug af þeim mönnum, sem eru eitur og ó- lyfjan í mannfélaginu — verri en þjófar og svikarar þeir, sem lögin krækja á önglum sínum. Skáldin sjá þessa menn og eiga vopn í höndum, sem bíta þá. — Er það vítavert, þótt þessir menn séu teknir í hnakkann á þann eina hátt, sem hendur ná í hnakka- drambið á þeim?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.