Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 29

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 29
109 Hvítir menn í Bretaveldi: Brezku eyjarnar................. 45,000,000 Kanada........................... 6,500,000 Ástralía......................... 4,200,000 Suður-Afríka..................... 1,250,000 New Zealand........................ 900,000 Gibraltar, Malta, Cyprus..... 450,000 Aðrar nýlendur..................... 500,000 58,800,000 Á síðustu 50 árum hefur Bretaveldi aukist sem hér segir: . Stærð................... íbúafjöldi............... Hvítir menn.............. Tekjur alls ríkisins . . . . Verzlun (innfl. og útfl.) 1860: 1909: tæpar 6 miljónir □ mílna nál, 13 miljónir 200 miljónir 34 miljónir 114 miljónir f 503 miljónir f nál. 415 — rúml. 5 8^/2 — 280 milj. f 1526 milj. f Flatarmál og fólksfjöldi Bretavaldis hefur tvöfaldast, tekjur þess hafa aukist 2','a sinnum, og verzlun þess þrefaldast — á tæp- um 50 árum. I marzmánuði 1909 sagði lord Kitchener af sér forustu yfir Indlandsher. Mintist hann þess, að aldrei hefði slíkt komið fyrir í sögunni, að 75,270 hermenn útlendir héldu friði og lögum yfir fimtung mannkynsins, auk þess að þeir ættu að verja landamæri hins indverska keisaradæmis. Pað er eins og fáeinir varðmenn ættu að vernda frið allrar Evrópu, og Rómaveldi, þegar það stóð hæst, hefði álitið það fífldirfsku. það er enginn hægðarleikur að verja þetta heljarveldi. Pó vörðust Englendingar Napóleon mikla. Meðan þeir drotna yfir öllum höfum heimsins, er þeim óhætt. En ekki þyrfti að banna aðflutninga yfir hafið lengur en í nokkrar vikur til að koma þeim á kné. Pví þeir fá fjóra fimtu af öllum sínum mat aðfluttan, og mundu þá deyja hrönnum úr hallæri. Nú er kominn til sögunnar nýr og voðalegur keppinautur. Hann þykist hafa verið afskiftur, þegar heiminum var skift, því England á alla beztu bitana. Síðan 1871 hafa allir vitað, að Pýzkaland átti svo ágætan her, að engin þjóð á meginlandinu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.