Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 35

Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 35
að búa sig undir. Hvar Danmörk og ísland verða niður komin eftir þá orrahríð, er ekki hægt að segja. JÓN STEFÁNSSON. Angalangur. Petta var í maímánuði. Vorið stóð á gægjum við og við um þetta leyti ársins, en hypjaði sig þó burt aftur undan hretunum. Þenna dag hætti það sér lengst — sumir sáu það álengdar, aðrir fundu ilminn. Loftið var þrungið af angandi hressingu. Bæjar- veggirnir voru að skrýðast. Mosatór og grastoppar voru í óða önn að búa um steinana og breiða yfir þá. Túnið var farið að litkast — grágræn slæða á bletti og bletti. Tvær eða þrjár sól- eyjar höfðu gerst svo djarfar að líta upp sunnan í Hesthús- hólnum. Tað var hvíslingaleikur um alla náttúruna. Allir voru að hlakka til að verða stórir. Litlu grösin voru hálffeimin við gráu sinufauskana. Moldin vildi ekki eiga klakann yfir höfði sér fram- ar. En það var ekki vert að hafa hátt meðan veturinn var að festa svefninn. Lækirnir læddust áfram támjúkt og léttilega. Engum leizt á blikuna í maímánuði. Tessvegna töluðu allir í hljóði, annaðhvort við sjálfa sig eða hvísluðust á — og allir biðu þess með óþreyju, að geta fleygt sér í fangið á vorinu. Ég var kominn á 9. árið. Ég varð feginn hverjum deginum, sem leið. Mér sárnaði það eitt, að vera svona lítill eins og ég var — og vera ekki einu sinni kvensterkur. Mér þótti hart að vera altaf kallaður krakki og barn —- vera hæddur og lítilsvirtur í hverju orði. Raunar gaf ég oft tilefni til þess, því að ég var oft að reyna krafta mína á ýmsu, svo að aðrir sáu til, færðist jafnan of mikið í fang og varð þá venjulega að gefast upp aftur við svo búið. — Vertu ekki að þessu, strákur; hvað ætli þú getir auminginn! sagði fólkið þá við mig. Eða ef ég ætlaði að hjálpa til, ef það var að gera eitthvað, sem mannskapur var í: — Hvað ertu að þvælast fyrir, strákur!

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.