Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 37

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 37
í miðdegishvíldinni lét mamma mig stíga á skæði í sauðskinns- skó — spariskó, sem hún ætlaði að gera mér fyrir sunnudaginn. Eg hlakkaði talsvert til að fá skóna. Hún sagði mér, að ef ég færi út aftur, mætti ég til að koma bráðlega inn aftur til þess að setja upp skóna, þegar hún væri búin að verpa þá. Ég fór út löngu á undan piltunum, hamaðist ýmist í grjót- hrúgunum eða skaflinum og gusaði moldinni langt upp fyrir höfuð á mér. Eegar mamrna var búinn að verpa skóna, kallaði hún á mig. Ég fór strax inn og flýtti mér að láta hana setja þá á mig og gerðist óþolinmóður meðan hún var að strjúka þá til á fótunum á mér. Svo fékk ég að fara út aftur meðan hún var að bryddá þá. Eftir dálitla stund kallaði hún á mig aftur og nú setti ég upp skóna altilbúna, svartlitaða með hvítum eltiskinnsbryddingum og snúnum, sköfnum hælþvengjum. Heldur hefði ég kosið snæris- bryddingu og að ristarþvengir hefðu líka verið í þeim. Mér þótti það eitthvað karlmannlegra. Samt var ég nú allánægður með þá og spígsporaði á þeim eftir baðstofugólfinu heldur en ekki hróð- ugur. — Nú verðurðu að vera á Skónum það sem eftir er af kvöld- inu, til þess að venja þá á fætinum, sagði mamma, en þá máttu heldur ekki fara eitt fet út á þeim ! Heyrirðu það! Mér þótti þetta æði súrt í brotið. Ég átti bágt með að skilja, að skórnir þyrftu að skemmast, þó að ég færi út. Ég hélt að það mætti þurka af þeim aftur, ef ég foraði þá. Mér fanst mamma yfirleitt vera útsmogin í að finna upp' eitthvað til að banna mér. Ég átti þó ekki altaf að sitja inni á skónum hvort eð var, og ekki entust þeir til eilífðar. Mamma var farin fram í eldhús að flóa mjólkina. Eg sat einn eftir í baðstofunni. Ég var að reyna að hafa af fyrir mér einhvern veginn. Mamma hafði saumað mér strák úr pjötlum og troðið hann út í mannsmynd með togi. Að brúðum þótti mér nú orðið skömm. Seinasta brúðan, sem ég átti, gat ranghvolft í sér augunum; þau voru laus. Einu sinni stakk ég í þau með bandprjóni, svo að þau hurfu inn í höfuðið og augna- tóftirnar voru svartar og auðar eftir. Þá varð ég svo hræddur, að ég ætlaði að sleppa mér. Brúðan var tekin og ég sá hana ekki úr því. Ég bjó að þessu og vildi ekki eiga brúðu eltir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.