Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 37
í miðdegishvíldinni lét mamma mig stíga á skæði í sauðskinns- skó — spariskó, sem hún ætlaði að gera mér fyrir sunnudaginn. Eg hlakkaði talsvert til að fá skóna. Hún sagði mér, að ef ég færi út aftur, mætti ég til að koma bráðlega inn aftur til þess að setja upp skóna, þegar hún væri búin að verpa þá. Ég fór út löngu á undan piltunum, hamaðist ýmist í grjót- hrúgunum eða skaflinum og gusaði moldinni langt upp fyrir höfuð á mér. Eegar mamrna var búinn að verpa skóna, kallaði hún á mig. Ég fór strax inn og flýtti mér að láta hana setja þá á mig og gerðist óþolinmóður meðan hún var að strjúka þá til á fótunum á mér. Svo fékk ég að fara út aftur meðan hún var að bryddá þá. Eftir dálitla stund kallaði hún á mig aftur og nú setti ég upp skóna altilbúna, svartlitaða með hvítum eltiskinnsbryddingum og snúnum, sköfnum hælþvengjum. Heldur hefði ég kosið snæris- bryddingu og að ristarþvengir hefðu líka verið í þeim. Mér þótti það eitthvað karlmannlegra. Samt var ég nú allánægður með þá og spígsporaði á þeim eftir baðstofugólfinu heldur en ekki hróð- ugur. — Nú verðurðu að vera á Skónum það sem eftir er af kvöld- inu, til þess að venja þá á fætinum, sagði mamma, en þá máttu heldur ekki fara eitt fet út á þeim ! Heyrirðu það! Mér þótti þetta æði súrt í brotið. Ég átti bágt með að skilja, að skórnir þyrftu að skemmast, þó að ég færi út. Ég hélt að það mætti þurka af þeim aftur, ef ég foraði þá. Mér fanst mamma yfirleitt vera útsmogin í að finna upp' eitthvað til að banna mér. Ég átti þó ekki altaf að sitja inni á skónum hvort eð var, og ekki entust þeir til eilífðar. Mamma var farin fram í eldhús að flóa mjólkina. Eg sat einn eftir í baðstofunni. Ég var að reyna að hafa af fyrir mér einhvern veginn. Mamma hafði saumað mér strák úr pjötlum og troðið hann út í mannsmynd með togi. Að brúðum þótti mér nú orðið skömm. Seinasta brúðan, sem ég átti, gat ranghvolft í sér augunum; þau voru laus. Einu sinni stakk ég í þau með bandprjóni, svo að þau hurfu inn í höfuðið og augna- tóftirnar voru svartar og auðar eftir. Þá varð ég svo hræddur, að ég ætlaði að sleppa mér. Brúðan var tekin og ég sá hana ekki úr því. Ég bjó að þessu og vildi ekki eiga brúðu eltir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.