Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 42

Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 42
122 af hillunni. Angarnir urðu lengri og lengri, stofnarni bólgnuðu út, urðu gildari og gildari og kvistirnir og hrufurnar fleiri og fleiri, sárari og sárari. Eg heíi séð sófl mörgum árum seinna, — sama sóflinn, er mér sagt. En ég trúi því ekki. Hann er alt öðruvísi, mikiu styttri og miklu þynnri — ekki nema fimm eða sex angar og þeir óverulegir og tilkomulitlir. Pabbi gekk snöggt að hillunni og greip Angalang. Eg skalf og nötraði af hræðslu og kvíða og gat ekki einu sinni grátið. Pabbi þreif aftan í mig. Eg kiptist við. Ég leit á hann. Mér fanst hann vera orðinn allur svartur í framan. Mér datt í hug Leppalúði. Skeggið var alveg eins. Eig horfði til mömmu. — Ekkert var hún þó lík Grýlu. Hún stóð með hendurnar undir svuntunni og horfði snöggvast á mig raunalega. Hún leit líka til pabba. Ég sá að hún var líka hálfhraedd við hann, því að hún leit strax undan aftur og fór út. Ekki þó lengra en út að dyrunum á fremra búrinu. Par heyrði ég að fótatakið hætti. Pabbi flýtti sér að leysa niður um mig. Hann greip utan um mig miðjan og beygði mig fram í keng. Ég var alveg mátt- laus eins og slytti. Ég heyrði, eða mér fanst ég heyra, þytinn í Angalang, þeg- ar hann reiddi hann upp — líkt og þegar ég vingsaði svipuól- inni minni í kringum mig stundum úti. Höggið reið og þrjú hvert eftir annað. Ég ætlaði að rifna af sársauka og æpti og emjaði, svo að söng í ílátunum í búrinu. — Ég skal aldrei gera það oftar, ég skal aldrei gera það oftar, henti ég út úr mér í hviðunni. — Hún mamma þín var búinn að segja þér, að þú mættir ekki drabba úti á skónum og það veiztu, að þú áttir ekki að gera. — Ég gat það ekki, — ég gat það ekki — ég gleymdi því. — Pú áttir að muna það, sagði pabbi og hélt áfram að flengja mig. Mamma opnaði dyrnar á búrinu og gægðist inn um rifuna. — Sona, er þetta nú ekki nóg, sagði hún í bænarróm. — Jæja, kanske ég sleppi þér þá í þetta sinn, en láttu þessa

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.