Eimreiðin - 01.05.1909, Page 43
123
ráðningu minna þig á, að láta ekki þetta koma fyrir aftur. Mundu
mig um það!
Hann skildi mig eftir svona á mig kominn á gólfinu og tók
í handlegginn á mömmu. I’au gengu bæði út og hölluðu aftur
hurðinni á eftir sér.
Eg hangsaðist við að hneppa upp um mig meðan gráturinn
var að smásljákka í mér.
Loksins hætti ég að gráta, sársaukinn var farinn, en ég var
allur stirður í andlitinu. Tárarenslið hafði storknað. Andlitið
hafði lagt eins og tjörn af ís.
Dálitla stund var ég að jafna mig. Eg hugsaði fátt — vissi
ekkert, hvað ég átti að gera.
Svo kom heiftin, hefndin.
— Eg skal gera það aftur. fið skuluð ekki fara svona með
mig fyrir ekkert. Eg fer út stax, út í fjóshaug og veð þar á
skónum til miðnættis fyrir augunum á ykkur. Pið skuluð ekki ná í
mig. Ef þið reynið það, þá fer ég á kaf í mykjuna, þar sem
haugurinn er hæstur, og sekk upp fyrir höfuð. Reynið þið þá að
ná í mig!
Eg hugsaði mikið um þetta. Mér fanst það svo sem mátu-
legt á þau, sem voru svona vond við mig. Pó fanst mér ekki
árennilegt, þegar til kom, að eiga að sökkva í mykjuna upp fyrir
höfuð. Svo hélt ég líka, að ég yrði þar kannske fastur, eins og
Bjössi sagði mér um hrafninn einu-sinni, og þá næðu þau mér
strax.
— Nei, ég strýk héðan burt. Eg fer fram að Læk og bið
hann Jón að taka mig. Ætli hann gerði það ekki, ef ég beiddi
hann vel: Góði, bezti Jón, taktu mig. Eg get ekki verið heima
lengur. Hann pabbi er eins og hann Leppalúði. — Nei, ég mundi
aldrei koma mér til þess að biðja hann. Og þó að ég gæti það,
er ekkert víst að hann gerði það. Hann mundi líklega senda mig
heim aftur og halda að það væri skreytni alt saman, sem ég segði.
— Nú veit ég, hvað ég geri. Eg fer upp í fjöll og strýk til
útilegumanna. Svo segi ég þeim hvar pabbi á heima og hvar
féð hans er. Gvendur á Bakka sagði mér, að það væru útilegu-
menn hinumegin við Svartfjall í einhverjum stórum dal. Fyrst
verð ég að finna hann og spyrja hann nákvæmlega um hvar það
sé. — Nei, ekki er það nú gott. Lá segir hann kannske frá því
heima. — Svo þori ég nú varla einn upp í fjöllin. — Jú, kannske