Eimreiðin - 01.05.1909, Side 48
128
sviftir. Peir eru sem sé sendir í útlegð til hinnar nýju nýlendu,
sem jörðin hefir lagt undir sig, plánetunnar Mars. Og þar er þeim
frjálst aö fást við nýlendupólitíkina þjóðkunnu frá hinum um-
liðnu öldum jarðarinnar.
í fyrsta bekk skólanna er börnunum — með nýjum kenslu-
aðferðum — kent að taka tennur, að ganga og að tala. Sama
snið er á kenslunni í öllum skólutn, og í þá ganga lærisveinar og
lærimeyjar 12 tíma á hverjum sólarhring alt fram að þrítugu. En
menn hafa stungið upp á að lengja námsskeiðið enn meir, því þessi
kenslutími þykir tæplega hrökkva til að kenna allar þær 5 5 æfinga-
námsgreinar og 111 skilningsgreinar, sem að sjálfsögðu eru heimt-
aðar af hverjum mentuðum manni. Og í þeim eru próf haldin
þriðja hvern mánuð. Aftur er alt háskólanám með öllum þess
hættulegu frelsisfreistingum algerlega afnumið. Pegar skól-
anum sleppir, snertir enginn framar við bók, nema hann eða hún
hafi lagt einhverja sérfræðigrein fyrir sig. Pessvegna eru engar
bækur í hinum opinberu lestrarsölum. En þrisvar á dag flytja
lyftivélarnar þangað klytjar af blöðum, sem nú koma út í vasa-
kversbroti, ásamt aukablöðum þeirra með auglýsingum myndprýdd-
um. Á þessum myndum fá listamennirnir að spreyta sig, með
ströngum takmörkunum þó, og hafa þar að vissu leyti enn frjáls-
ar hendur fyrir hugarflug sitt og einkaeðli. Annars eru allar opin-
berar byggingar — með öðrum orðum allar byggingar — prýdd-
ar listaverkum, sem gerð eru af 12 manna nefndum.
Orðið »heimili« hefir fengið breytta merkingu, og þýðir nú
sama og »svefnstaður.« Samkvæmislíf er nú þjóðfélagsskylda, og
sá, sem einangrar sig, er skoðaður sem byltingaseggur (anarkist-
isk attentator). Menn koma saman í íþrótta- og ræðufélögum, til
þess að leiða hesta sína saman, en veitingar eru þar engar. Par
tekur hver sínar matarpillur úr sínu eigin eski. Aðeins háaldraðir
menn, sem frá liðnu öldinni eru enn að dragast með ílöngun í ó-
áfeng vín, nikótínlausa vindla og kókaínlaust kaffi — því nú eru
leifar af þesskonar nautnameðulum ekki lengur til í öðrum mynd-
um, — laumast til að ná í þetta í afskektum sjálfsöluvélum (auto-
mai). Oðruvísi fæst það ekki, og ungu mennirnir fyrirlíta þessa
auðvirðilegu nautnafýst hjá öldungunum. Á samkomum hinna
ungu kvenblíðu karlmanna og karlmannlegu kvenna er aðalnautn-
in samtal um almennar þjóðfélagshugmyndir. Karlmenn og konur
eru orðin svo afarlík að útliti, að kynferðin verða aðeins greind