Eimreiðin - 01.05.1909, Side 50
130
Tvö kvæði.
FOSS í FJÖTRUM.
Stirðnað fannhaf boða og bylgjur
breiðir yfir dali og fjöll;
aðeins hæstu hrikaklettar
höfuð teygja upp úr mjöll;
niður svartir hamrar horfa
hvast sem þursa andlit grett;
slútir fram af frosnum brúnum
fannahárið þykt og slétt.
Út úr gili hljóð ég heyri,
— hissa stöðva’ eg mína för —,
einstök gráthljóð, andvörp, stunur
eins og líða feigs um vör.
Grætur þú nú, giljadrottinn,
gleymast kátu ljóðin þér?
Eða heyri’ eg eigin sálar
andvörp gráta í hlustum^mér?
Nei, þú grætur, grætur vorið,
gullbrá sólar, dagsins yl,
þegar dátt þinn djúpi rómur
dundi og svall við hamraþil.
Nú eru goldin ljóða launin:
læðing berðu af snæ og ís,
élin hlæja að harmi þínum,
hvert þitt tár á brá þér frýs.
Huggast vinur! Ei sá eini
ertu, er komst í slíka raun;
fleiri skáldum hlotnast hafa
hér í veröld sömu laun.
Tó þeir vildu sól og sumar
syngja inn í hjarta og önd,
heilla þjóða hjartakuldi
hnepti þá í klakabönd.