Eimreiðin - 01.05.1909, Page 55
135
lýðveldi, með hann fyrir forseta, 1905. Viðburðirnir 1905 bárust
í tal við miðdegisverðinn, og sagði hann, að Norðmenn mundu
hafa orðið að láta af hendi við Svía syðsta fylki Noregs, Smaa-
lenene, ef þeir hefðu orðið lýðveldi og staðið einir uppi. Hann
er ánægður með að sitja höfðingjasetur, líkt og Erlingur Skjálgs-
son eða Dala-Guðbrandur, uppi í sveit, en Ieggja orð í belg,
þegar honum þykir við þurfa í höfuðborginni. Hann fór hörðum
orðum um Mikla norræna hraðskeytafélagið (Store Nordiske Tele-
Klettur í Guðbrandsdal, sem líkist andlitinu á Björnson.
grafselskab) fyrir hve vonda kosti þeir hefðu sett íslendingum og
inti ýtarlega eftir því.
Hann er hugljúfi vinnufólks síns. Til þess að gera stúlkun-
um í eldhúsinu sem minst ómak, af því það var sunnudagur,
stakk hann upp á því við borðið, að við skyldum borða alla réttina
af sömu diskunum, ekki láta skifta um diska; en kona hans,
Caroline Björnson, hafði þó sitt fram að nokkru. Hún er farin
að eldast og missa heyrnina. Björnson sagði í gamni, að ef hann
dæi úr sjósótt á Ameríkuferð — á móti ráðum læknis síns —,
þá yrði hann grafinn í Atlanzhafinu. Gamla konan sagðist þá
mundu fleygja sér í sjóinn á eftir kistunni, hún vildi ekki lifa hann.