Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 61
I4i stangli, eða margar saman í einni halarófu, eða hnipraðar saman í ó- reglulega hópa. Hver þeirra er aðeins 2—5 þúsundustu hlutar úr millímetra á lengd, eða eins og fjórðungur af þvermáli rauðu blóð- kornanna. Það þarf því að stækka þær mörg hundruð sinnum, áður en augað getur greint þær; og greinilega sjást þær eigi, nema þær séu litaðar með sterkum lit. Aðferðin sem til þess er höfð, er sú, að dropi er tekin af vökva þeim, sem bakteríur eru í, hvort sem það nú er hráki, þvag eða gröftur, og er dropi þessi núinn út á gagnsæju gleri og látinn þorna yfir eldi, svo að eftir verður að- eins móða á glerinu. Þessi móða er því næst lituð með rauðum fúksíu- lit, sem er hitaður upp nær suðu, og litast þá bakteríurnar. Ef nú eru fleiri bakteríur í vökvamóðunni en tæringarbakteríur, þá litast þær einnig, og getur þá verið örðugt að þekkja þær stundum. Til þess að bæta úr þeim vandræðum, vill svo vel til, að hægt er að aflita allar aðrar bakteríur með því að hella þyntri brennisteinssýru á móð- una. Tæringarbakteríurnar einar þola þá raun, og halda fast við sinn rauða lit, þó allar hinar verði litlausar. Með þessu móti má ætíð þekkja berklaveikisbakteríur frá öðrum. Þjóðverjinn prófessor Robert Koch fann þessa aðferð og upp- götvaði með henni orsök berklaveikinnar, sem margir höfðu leitað að á undan honum, en árangurslaust; en auk þess gat hann sannað með skýrum rökum og mörgum hugvitssömum dýratilraunum, að þessi bakt- ería og ekkert annað væri orsök veikinnar. Varð hann fyrir þetta stór- frægur, og er enn þá talinn einhver frægasti bakteríufræðingur, sem lifað hefir og lifir enn. Það er einnig hann, sem hefir uppgötvað kól- erubakteríuna, miltisbrandsbakteríuna og ýmsar aðrar. Menn voru lengi framan af í mestu vandræðum með að rækta berklabakteríuna. Hún vildi með engu móti þýðast þann mat, sem aðrar bakteríur voru vanar að taka með þökkum; en loks tókst þó að finna þann næringarvökva, sem hún vildi aðhyllast, en það var mannsblóð — eða réttara sagt blóðvatnið (serum) úr mannsblóði; en seinna hefir þó tekist að finna ýmsa næringu, sem henni geðjast að og getur þrifist í, svo sem glýcerínblandað kjötsoð, kartöflur vættar í glýceríni o. fl. Hún unir sér bezt í 370 hita eða við líkamshita (blóð- hita), og hættir að vaxa, ef hitinn hækkar eða lækkar aðeins lítilræði. En ef þess er gætt, að bitinn haldist þannig jafn og við hennar hæfi, má geyma hana árum saman í glasi með bómullartappa í, sem leyfir loftinu hreinu að síast í gegnum; því loftlaus má hún ekki vera. Þegar bakterían hefir vaxið þannig í glasinu nokkrar vikur, fjölg- ar henni svo, að hópar hennar sjást greinilega eins og gráleit skán á yfirborði næringarvökvans, og þessi skán, sem ekki er annað en miljóna- hópur af bakteríum, útbreiðist meir og meir, eflir því sem tíminn líður. Ef sólin nær að skína á bakteríumar aðeins snögga stund, deyja þær. Sömuleiðis deyja þær fljótt, ef þær verða fyrir áhrifum vanalegra sótthreinsunarmeðala. Hinsvegar þola þær vel að þoma, og getur leynst líf í þeim uppþomuðum í marga mánuði, ef að [eins sólin kemst eigi að þeim. Ef vér spýtum vökva með bakteríum i inn í blóð apa, nauta eða sauða, verða þessi dýr eftir stuttan tíma berklaveik, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.