Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 69

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 69
149 lenzku úr fruramálinu. Enginn skipar höfundi þessarar bókar »á bekk með helztu skáldum« Ameríkumanna, og því síður »er nú svo komið, að í bókmentaheiminum sé vænst eftir enn betra frá Ameríku en Eng- landi«, vegna þessara fyrirmyndarhöfunda. Sagan er rétt og nákvæm lýsing á lífernisháttum í Rómaveldi á dögum Krists, en hún kemst ekki í samjöfnuð við sögur frá þeim tíma, eins og t. d. »Quo Vadis.« Yfirleitt er góð íslenzka á þýðingunni, þó finna megi, að þýtt er úr dönsku. »Naðverjinn« fyrir »Nazareinn« er óviðkunnanlegt. / St. ÆFISAGA JÓNS OLAFSSONAR INDÍAFARA, samin af honum sjálfum (1661), nú í fyrsta skifti gefin út af hinu íslenzka Bókmenta- félagi, með athugasemdum eftir Sigfús Blöndal. i. h. Khöfn 1908. Hér er íslenzkur bóndi á 17. öld, sem fer í víking, kemur svo heim, til að bera beinin þar, og segir frá utanför sinni. Hann er svo glöggur og greindur, að honum verður matur úr öllu, smáu og stóru. Og þó hann sé mikinn part æfi sinnar í þjónstu Dana, þá er mál hans samt ekki dönskuskotnara en samtíðarmanna hans á íslandi (»blífa« f. »verða« o. s. frv.). Aðséð er, að hann hefir verið mikils metinn af Kristjáni fjórða, og unnið sér orðstír fyrir afl og hreysti. Honum svipar dálítið til Eiríks á Brúnum, þegar hann er að segja frá því, sem er »undarlegt í náttúrunnar ríki«, enda var það mjög títt um þær mundir. í’að sést að hann er meira en meðalmaður, þegar hann þarf að beita sér, eða kemst í krappan. Athugasemdirnar eru góðar það sem þær ná, en hefðu þurft að vera fyllri. — Um efni bókarinnar má vísa til ritdóms Eimr. um dönsku útgáfuna af æfisögu Jóns (i Eimr. XII, 155—6 og XIV, 156—7), þó þar sé reyndar sumu slept, sem stendur í íslenzku útgáfunni. / St. BÚNAÐARRIT. XXII. ár. Rvík 1908. Hann stendur ekki fyrirrennurum sínum á baki þessi árgangur Búnaðarritsins, heldur má miklu fremur telja hann í fremstu röð. Þar er hver ritgerðin annarri veigameiri að fróðleik og nytsemd. Þar er ritgerð Guðjóns sál. Guðmundssonar um nautgriparækt vora, sem áður hefir verið getið í Eimr. XIV, 153, og er harmur mikill að geta nú ekki framar átt von á neinu af sama tægi frá hans hendi. Þar ritar Kofoed-Hansen um skóga, Jón Þorláksson um vatnsleiðslu á heimilum, Torfi Bjarnason um fráfærur (hvort þær borgi sig), og Sigurður Sig- urðsson skólastjóri um landbúnað á íslandi — fyrirtaks fyrirlestur, sem hann flutti í Noregi, en sem sannarlega á líka erindi til íslenzkra les- enda. Þetta, sem hér er talið, er aðeins kjarnbeztu ritgerðirnar, en auk þeirra eru í ritinu margar aðrar þarfar ritgerðir og skýrslur, sem vert er að kynna sér. Yfirleitt ætti Búnaðarritið að vera lesið á hveiju einasta heimili. Enginn bóndi má án þess vera. Og þá ekki að tala um þingmennina okkar. En ætli þeir lesi það nú allir? Maður verður að gera ráð fyrir því. V. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.