Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 69

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 69
149 lenzku úr fruramálinu. Enginn skipar höfundi þessarar bókar »á bekk með helztu skáldum« Ameríkumanna, og því síður »er nú svo komið, að í bókmentaheiminum sé vænst eftir enn betra frá Ameríku en Eng- landi«, vegna þessara fyrirmyndarhöfunda. Sagan er rétt og nákvæm lýsing á lífernisháttum í Rómaveldi á dögum Krists, en hún kemst ekki í samjöfnuð við sögur frá þeim tíma, eins og t. d. »Quo Vadis.« Yfirleitt er góð íslenzka á þýðingunni, þó finna megi, að þýtt er úr dönsku. »Naðverjinn« fyrir »Nazareinn« er óviðkunnanlegt. / St. ÆFISAGA JÓNS OLAFSSONAR INDÍAFARA, samin af honum sjálfum (1661), nú í fyrsta skifti gefin út af hinu íslenzka Bókmenta- félagi, með athugasemdum eftir Sigfús Blöndal. i. h. Khöfn 1908. Hér er íslenzkur bóndi á 17. öld, sem fer í víking, kemur svo heim, til að bera beinin þar, og segir frá utanför sinni. Hann er svo glöggur og greindur, að honum verður matur úr öllu, smáu og stóru. Og þó hann sé mikinn part æfi sinnar í þjónstu Dana, þá er mál hans samt ekki dönskuskotnara en samtíðarmanna hans á íslandi (»blífa« f. »verða« o. s. frv.). Aðséð er, að hann hefir verið mikils metinn af Kristjáni fjórða, og unnið sér orðstír fyrir afl og hreysti. Honum svipar dálítið til Eiríks á Brúnum, þegar hann er að segja frá því, sem er »undarlegt í náttúrunnar ríki«, enda var það mjög títt um þær mundir. í’að sést að hann er meira en meðalmaður, þegar hann þarf að beita sér, eða kemst í krappan. Athugasemdirnar eru góðar það sem þær ná, en hefðu þurft að vera fyllri. — Um efni bókarinnar má vísa til ritdóms Eimr. um dönsku útgáfuna af æfisögu Jóns (i Eimr. XII, 155—6 og XIV, 156—7), þó þar sé reyndar sumu slept, sem stendur í íslenzku útgáfunni. / St. BÚNAÐARRIT. XXII. ár. Rvík 1908. Hann stendur ekki fyrirrennurum sínum á baki þessi árgangur Búnaðarritsins, heldur má miklu fremur telja hann í fremstu röð. Þar er hver ritgerðin annarri veigameiri að fróðleik og nytsemd. Þar er ritgerð Guðjóns sál. Guðmundssonar um nautgriparækt vora, sem áður hefir verið getið í Eimr. XIV, 153, og er harmur mikill að geta nú ekki framar átt von á neinu af sama tægi frá hans hendi. Þar ritar Kofoed-Hansen um skóga, Jón Þorláksson um vatnsleiðslu á heimilum, Torfi Bjarnason um fráfærur (hvort þær borgi sig), og Sigurður Sig- urðsson skólastjóri um landbúnað á íslandi — fyrirtaks fyrirlestur, sem hann flutti í Noregi, en sem sannarlega á líka erindi til íslenzkra les- enda. Þetta, sem hér er talið, er aðeins kjarnbeztu ritgerðirnar, en auk þeirra eru í ritinu margar aðrar þarfar ritgerðir og skýrslur, sem vert er að kynna sér. Yfirleitt ætti Búnaðarritið að vera lesið á hveiju einasta heimili. Enginn bóndi má án þess vera. Og þá ekki að tala um þingmennina okkar. En ætli þeir lesi það nú allir? Maður verður að gera ráð fyrir því. V. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.