Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 72
152
Segir þar fyrst frá landnámum og afstöðu hins íslenzka lýðveldis til Noregskonunga,
hvers vegna lýðveldið leið undir lok og hvernig stjórnarhögum var háttað um 1260.
í^ar næst er skýrt frá, hvernig landið gekk undir konung, frá Gamla sáttmála og
hvernig hann beri að skilja og afstöðu landsins til Noregs eftir þann tíma og eftir
að hinar nýju lögbækur Járnsíða og Jónsbók gengu í gildi.
]?etta er í sem styztu máli efni þessa þáttar, en langt mál um hvort um sig.
Ber því ekki að neita, að bókin er rituð af miklum lærdómi og <»11 þau rit notuð
að fornu og nýju, sem til greina geta komið. Framsetningin er og mjög stillileg
og með fullkomnum vísindablæ og margt skýrt vel 0g rækilega, sem áður hefir
verið nokkuð í þoku eða miður ljóst. En auðvitað leynir það sér ekki, að ritið er
samið af dönskum manni og jafnan þann veg litið á ákvæði og atburði, sem bezt
hagar kenningum Dana í stjórnmálabaráttu þeirra við íslendinga. En til þess að
ræða slíkt eru engin tök í »hringsjá« vorri. Til þess þyrfti miklu meira rúm, en
þar er hægt að láta í té, enda mun von á sérstakri bók um þetta efni altsaman
frá hálfu hinnar íslenzku stjórnar innan skamms, sem fé hefir nú verið veitt til á
fjárlögunum íslenzku. Er og engin vanþörf á, að málið sé nú og fram sett frá
íslenzku sjónarmiði, því óefað mun bók dr. Berlíns reynast mjög skæð stjórnmála-
kenningum Islendinga hjá þeim, sem hana lesa og ekki þekkja neitt annað. En
svo er um flesta útlendinga. V. G.
DEN NORSK-ISLANDSKE SKJALDEDIGTNING, udgiven af Kommissionen
for det Arnamagnæanske Legat ved Finnur Jónsson. A. Tekst efter Haand-
skrifterne. 187 bls. B. Rettet Tekst med Tolkning. 178 bls.
Verk þetta á að ná yfir öll norsk og íslenzk skáldakvæði fram að 1400,
þessi tvö hefti ná fram um aldamótin 1000. Verkinu er skift í tvær samhliða
deildir, A og B. Er í A prentað bezta handritið af hverju kvæði stafrétt og orða-
munur tilfærður úr öllum öðrum handritum. í B eru kvæðin prentuð eins og þau
hafa verið lagfærð af málfræðingum síðari tíma, en neðanmáls sett orðaröð í
óbundnu máli og dönsk þýðing.
fetta fyrirkomulag mælir með sér sjálft, og hvergi er þess brýnni þörf en á
útgáfu af skáldakvæðunum, þar sem kvæðin oft eru lítt eða ekki skiljanleg í hand-
ritum, og vísindamenn hafa neyðst til að þreifa sig áfram til rétts skilnings með til-
gátum. Par er því nauðsynlegt fyrir hvern þann, sem sjálfstætt vil lesa kvæðin, að
hafa bæði hinn leiðrétta texta og texta handritanna fyrir sér.
Óhætt er og að fullyrða að engum núlifandi manna er betur treystandi til
þess að leysa verk þetta vel af hendi en prófessor Finni Jónssyni. Hann er allra
manna vanastur útgáfu fornra íslenzkra handrita og gjörfróður í öllu því, er að
fornum kveðskap lýtur.
Utgáfan er falleg og fremur ódýr, þessi tvö fyrstu hefti bæði 5 krónur.
Eg vil mæla hið bezta með henni við alla þá, er forníslenzkum kveðskap unna.
5. N.
ANDREAS HEUSLER: DIE GELEHRTE URGESCHICHTE IM Af.T-
IS L.ÁNDISCHEN SCHRÍFTTUM.
Á miðöldunum var það alltítt, að lærðir menn í norður- og vesturhluta álf-
unnar reyndu að koma sögnum þjóðflokka sinna í samhengi við sögu hinna eldri
menningarþjóða í suður- og austurlöndum. Röktu þeir þá ættir þjóðsagnakappa
sinna og guða (sem þeir voru þá hættir að trúa á) til Grikkja og Trójumanna, og