Eimreiðin - 01.05.1909, Side 73
153
komust jafnvel alla leið aftur í Biblíu, og var þetta auðvitað að mestu staðlaus
heilaspuni. Forfeður vorir spreyttu sig á þessu, ekki síður en aðrir, svo sem sjá
má á ýmsum fornritum, alt frá dögum Ara prests hins fróða, og um þær tilraunir
er bók þessi ritin.
]?ótt höf. tíni hér margt til af lærdómi sínum, býst ég varla við að margir láti
sig miklu skifta efni bókarinnar, aðrir en sérfræðingar, einkum vegna þess, að hér
er um að ræða einn hinn ómerkasta hluta fornbókmenta vorra. Meðal þess, er
höf. heldur fram, skal þess getið hér sérstaklega, að hann þykist þess fullviss, að
Snorri okkar Sturluson eigi lítið eða ekkert í formálanum framan við Gylfaginningu,
heldur haíi einhver seinni tíðar glópaldi getið þenna óburð í blóra við hann. Færir
hann að því ýmsar líkur og allsterkar, að því er virðist, og þarf eigi að harma
það Snorra vegna. A. B.
SKOTLANDS RÍMUR, edited by W. A. Craigie. Oxford 1908.
Rímur þessar, sem eru 6 alls, eru ortar af séra Einari Guðmundssyni á Stað
á Reykjanesi á fyrri hluta 17. aldar, og er efni þeirra samsæri gegn Jakobi VI.
Skotakonungi. Er enginn snild á þeim frá höfundarins hendi, því þær eru fremur
leiðinlegar og ekkert vel kveðnar. í*ær eiga því tæplega skilið að birtast í annarri
eins afbragðs útgáfu, eins og þeim heíir hlotnast hjá dr. Craigie. Því frá henni
er snildarlega gengið í alla staði, hvort sem litið er á meðferð sjálfs rímnatextans,
formála og inngang, eða skýringar á kenningum og orðasafnið aftan við. Framan
við er ljósprentuð ein blaðsíða af handritinu í Arnasafni Magnússonar, og aftan við
er prentuð gömul dönsk frásögn um samsærið, sú hin sama, sem höfundur rímnanna
hefir farið eftir. A undan rímnatextanum er og prentað á íslenzku æfiágrip séra
Einars eftir Sighvat Grímsson Borgfirðing, og hefir hann líklega ekki órað fyrir því,
er hann var að semja prestaæfir sínar, að það ætti fyrir þeim eða kafla úr þeim
að liggja, að koma á prent hjá hinni frægu Clarendon Press í Oxford. En nú er
þó svo komið fyrir töfrabrögð dr. Craigies.
Stórfurða er að sjá, hve útgefandinn er vel að sér í hinum mismunandi rímna-
háttum og glöggskygn á einkenni þeirra, og þá ekki síður hinar ágætu skýringar
hans á fágætum og torskildum orðum, sem hvergi finnast í orðabókum.
V. G.
BUERGEL GOODWIN: DET MODERNA ISLÁNDSKA UTTALET. Sérpr.
úr »Svenska landsmál ock svenskt folkliv« 1908 1. h. Stockholm.
Ritgerð þessi er leiðarvísir í framburði á nýíslenzku og ætluð til þess að nota
hana við kenslu í íslenzku, enda upphaflega samin til notkunar við æfingar í ís-
lenzkri tungu, sem höf. hefir haldið við háskólann í Uppsölum. Eru þar sýnishorn
bæði með almennri stafsetningu og með hljóðritun og auk þess töflur og skýringar
yfir hljóðgildi íslenzkra stafa og hljóðsambanda. Virðist þar mjög samvizkusamlega
frá öllu gengið og með fullkominni vísindanákvæmni; en með því oss brestur nægi-
lega þekkingu á gildi þeirra hljóðtákna, er höf. notar, sumra hverra, treystum vér
oss ekki til að kveða upp neinn dóm um það, hvort alt sé rétt í ritgerðinni, þó
oss virðist flest benda á að svo sé. V. G.
J. C. POESTION: FRIEDRICH BARON DE LA MOTTE-FOUQUÉ UND
ISLAND. Sérpr. úr »Die Kultur« 1909, 2. h. Wien.
Ritgerð þessi er um höfund æfintýrasögunnar »Úndínu«, þýzka skáldið þjóð-
kunna: Motte-Fouqué, virðing hans fyrir íslandi og íslenzkum bókmentum og áhrit