Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 76

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 76
156 QUER DURCH ISLAND (Um ísland þvert) heitir kver, sem þýzkur jarð. fræðingur Maurice von Komorowicz hefur nýlega gefið út. Höfundur ferðaðist um landið sumarið 1907. Var hann með konu sína, þjón þýzkan, 3 fylgdarmenn íslenzka og 27 hesta. Vita allir, sem þekkja til ferðalaga á íslandi, hve ilt það er að ferðast þar við slíkan flokk manna og hesta, enda ber höfundur íslendingum illa söguna. Fer hann mörgum orðum um óþrifnað þeirra, ágirnd, seinlæti og makræði. Segir meðal annars að þeim finnist það hreinasta erfiði að liggja á bak- inu! Eg vildi gjarnan sjá hinn heiðraða höfund starfa að gegningum í stórhríðum eða uppskipun í brimgangi, svo að honum auðnaðist að dæma meira af eigin reynd um það, hve tekið er út með sitjandi sælunni að lifa á íslandi. Fátt finst honum um fegurð landsins og verður það jafnan undir í samanburði við önnur lönd. Vill. höfundur auðsjáanlega sýna, að hann hafi víða ratað og kalii ekki alt ömmu sína. fó skýzt það upp hjá honum á milli, að landið hefur haft mikil áhrif á hann, þótt hann auðvitað hafi ekki skilið það einkennilegasta í nátt- úru þess. í lok bókarinnar kemur höfundur með þá fjarstæðu, að suðurströndin hafi verið undir nýföllnum snjó, þegar hann sigldi frá íslandi í septemberbyrjun! Það má heita að gera það ekki endaslept. I bókinni eru margar myndir, þar á meðal nokkrar hræðilegar litmyndir eftir frú von Komorowicz. S. N. Úr skopblöðum Dana. Eimreiðin flutti í fyrra (XIV, 75—6) tvær myndir eftir skopblöð- um Dana, aðra um viðtökur alþingismanna í Khöfn 1906, og hina um viðtökur konungs og ríkisþingsmanna í Rvík 1907. Með því að svo lítið er um þessháttar myndir á íslandi, álítum vér rétt að láta Eimr. í þetta sinn á ný flytja þrjár skopmyndir, er snerta íslenzka við- burði, sumpart til gamans og aðhláturs, og sumpart til þess, að sýna, hvernig Danir líta á Island og sumt af því, sem þar gerist. Fyrsta myndin er tekin eftir skopblaðinu »KLODS-HANS« 31. maí 1908, rétt eftir að störfum millilandanefndarinnar var lokið. Sýnir hún þáverandi ráðherra Hannes Hafstein á dreka miklum og þá- verandi forsætisráðherra Dana J. C. Christensen í smábát á eftir, bundn- um í dráttartaug við drekann. Mynd þessari fylgir og þýðing af texta þeim, er henni fylgdi í »Klods-Hans«, og sýnir hann enn skýrar, hverj- um augum margir Danir litu á störf millilandanefndarinnar. Onnur myndin sýnir leikkonuna dönsku Odu Nie 1 sen, þar sem hún er að syngja fyrir Reykjavíkurbúum haustið 1908, og er þá- verandi ráðherra Hannes Hafstein látin spila þar undir á harmóniku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.