Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 6
6
Tvent er okkar æfistarf: að hafa fyrir matnum ofan í okkur
og fyrir börnunum. Barnauppeldið veldur geysimikilli fyrirhöfn.
Pað er hálfraunalegt; því að menneskjurnar lifa svo stutt, að svo
má heita um uppeldið, að ekki sé tjaldað nema til einnar nætur.
»Stutt er æfin, en listin löng
og lífsins braut er í sannleika þröng«,
Eftir nokkra áratugi verðum við öll dauð.
En það er huggunin, að þá lifa börnin eftir; þau eru okkar
annað líf o: líf af okkar lífi.
Og þetta gengur koll af kolli. Kynið lifir, þó hver einn
deyi. Og þekkingin gengur mann fram af manni. Mentunin er
dýrmætasti ættargripur mannkynsins. Hér er því eigi unnið
fyrir gíg.
Pó við leitum um víða veröld, finnum við hvergi eldri mann-
eskju en rúmlega hundrað ára.
En hversu gamalt er mannkynið?
Almanakið fyrir árið 1911 segir, að nú séu liðin frá sköpun
veraldar 5878 ár.
En vísindamenn hyggja, að aldur mannkynsins muni orðinn
miklu hærri, en þar segir, svo að skifti miljónum ára.
Þá er að vita, hvað það á langt eftir ólifað.
Magnús gamli sálarháski kom eitt sinn að Hvammi í Vatns-
dal til Björns sýslumanns Blöndals. Honum varð litið í spegil,
gamla manninum; þeir voru ekki á hverju heimili í þá daga. »Nú
er dauðinn kominn í augun á Magnúsi,« mælti karlinn. Pað
rættist.
Pegar mannkynið leit í þekkingarspegil 19. aldarinnar, fanst því
dauðinn vera kominn í augun á sér. Vísindamönnum taldist svo
til, að jörðin mundi krókna úr kulda, áður en mjög langt um liði.
En þá fanst kynjaefnið radíum, í jörðu og sólu. Hver ögn
af því efni yljar svo, að mestu undrum gegnir. Pessi undraverða
ylsuppspretta hefir kollvarpað mörgum gömlum kenningum; þar
á meðal öllum útreikningum um endingargæði sólarhitans og
jarðhitans. Nú eygir enginn endalok jarðlífsins. En
óvíst er að vita,
hvar óvinir sitja
á fleti fyrir.