Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 28
28 hafði verkstæði, heldur flæktist stöðugt bygð úr bygð. En þar eð honum — eins og allir vissu — oft hafði verið boðið verk- stæði með smíðatólum upp á ágæt kjör, verður því ekki neitað, að höfuðorsökin var ótætis letin í honum og leiði hans á reglu- , bundinni vinnu. Jafnvel í sjálfum höfuðstaðnum hafði honum staðið til boða húsnæði. — Pað var hár maður með pípuhatt á höfðinu, sem freistaði mín, var hann vanur að segja. Hann sýndi mér verkstæði, í nýju húsi, sem ilmaði af fernis og trjákvoðu; rennibekk, svo skínandi fagran, að mig klæjaði í gómana eftir að snerta við honum, eins og þeg- ar ég sé unga blómarós; skáp, fullan af allavega sporjárnum, sem hefði mátt renna með allan skollann. Hann vildi ráða mig, sam- stundis, og láta mig fara að vinna — og gefa mér peninga í of- análag. Eg tók við peningunum, krotaði eitthvað á blað og hélt svo heim á leið, þangað sem ég gisti. En ég gat ekki sof- ið þá nótt; það var nú líka í miðju bjarlnættinu, og ég vissi, að úti flugu allavega lit fiðrildi blóm af blómi, og sugu döggina, sem hafði drukkið í sig fínasta ilm blómsins. Pá hugsaði ég með ) sjálfum mér, að nú væri að duga eða drepast, og sagði eins og Jesús við freistarann forðum: Vík frá mér! og — ja, um morg- uninn var ég allur á burtu. Upp frá því gekk Hjálmar í eilífum ótta fyrir að maðurinn með pípuhattinn, sem hann hafði þegið peninga af, mundi láta boð út ganga, og hann yrði tekinn fastur. Pessvegna kom hann aldrei upp frá þeim degi í nánd við nokkurn valdsmann, og nálgaðist þó ekkí væri nema hreppstjóri þann bæ, sem hann var staddur á, flýði hann óðara alt hvað af tók. Hjálmar flakkaði eirðarlaust, vetur og sumar, stað úr stað, hringinn í kring um land alt, og æfinlega fótgangandi. Dagleiðir hans voru mjög svo mismunandi langar — stund- um ekki nema spölkorn, stundum aftur á móti margar mílur vegar. Dvalarstaðir hans urðu smámsaman þeir sömu, ferð eftir ferð. En ætíð kom hann að óvörum. Stundum var hann í leið- angri árum saman, áður hann kom á sama bæinn aftur; stundum var hann aftur á móti ekki nema nokkrar vikur eða mánuði í burtu. Hann var forvitinn á fréttir, sagði vel og fúslega frá þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.