Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 17
i7
að líffæri úrkynjist, týni niður starfi sínu, þarf miklu lengri tíma
en i öld eða þar um bil.
Til þess að hrekja svona staðleysur nota menn nú á dögum
tilraunir, reynsluna, sem altaf er ólygnust, og hvað segir hún oss
í því efni? Franskur yfirsetulæknir, Budin að nafni, sannaði af
reynslunni, að 90 mæður af hundraði gætu alið börn á brjósti
þann tíma, sem nauðsynlegast er, sem sé 1. missirið; örfáar þeirra
mjólkuðu ekki nóg, og var bætt úr því á þann hátt, að börnun-
um var gefin með brjóstinu kúamjólk eins og síðar mun á
drepið.
Að svipaðri niðurstöðu hafa menn komist, þar sem tilraunir
hafa verið gerðar annarstaðar, svo að óhætt má fullyrða, að 90
mæður af hundraði geti haft börn sín á brjósti. Konan á því að
hafa barn sitt á brjósti, af því að hún hefur getu á því, og sú
skylda fellur á hennar herðar. Með því ber hún margvísleg laun
úr býtum, því fulla ást til barnsins fær hún ekki, fyr en hún
hefur int þessa skyldu af hendi, og eigi heldur fær hún ást
barnsins að fullu fyr; með öðrum orðum: konan varpar úr hendi
sér tveimur þeim gimsteinum, sem henni eiga að vera dýrmæt-
astir og mest skart að, móinirdstinni og barnsdstinni.
Björn próf. Halldórsson skýrir frá því í »Atla« sínum, að
kona Katós hafi ekki aðeins haft sín börn á brjósti, heldur hafi
hún oft gefið börnum ambátta sinna að sjúga sig; en laun henn-
ar voru ást barna þeirra til hennar. Lesi menn og aðra sögu, er
þar stendur um son konu einnar, sem kom auðugur heim úr
hernaði; móðurinni, sem ekki hafði alið hann á brjóstum sér, gaf
hann silfurmen, en fóstru sinni, sem það hafði gert, gaf hann
gullmen.
Ást, ánægja og gleði eru tíðust laun móðurinnar frá barns-
ins hálfu, og hún hefur góða samvizku af því, að hafa fram-
kvæmt móður-skyldu sína og sýnt sanna móðurást til barnsins.
3. Hvaða gildi og yfirburði hefur kvennamjólk
fram yfir dýramjólk?
Hér á landi, eins og víðast erlendis, er það algengast, að
gefa ungbörnum kúamjólk í stað brjóstamjólkur; skal því saman-
burðurinn gerður með sérstöku tilliti til þess, þó að hið sama
gildi um mjólk annarra dýrategunda að öðru jöfnu.
Kvennamjólk er ólík kúamjólk að því er efnasamsetning
2