Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 38
38 meistarinn mest átti við að skifta, bjó heit eftirvænting þess, að leið- togi kæmi, af himnum sendur, til að bijóta ok Rómverja og endur- reisa Ísraelsríki. Að vísu studdist sú trú við spádóma gamla testa- mentisins, en ástæða er til að ætla, að framtíðarspár sjáendanna hafi eigi náð eins langt og eftirvænting lýðsins eða þess hluta hans, er bjóst við nokkurri lausn eða viðreisn. Fyrirmynd hinna fornu Hebrea var fyrirmyndar konungur. En er konungdómur þeirra var úr sögunni, finnum vér ættjarðar- og trúarsöngva, eins og annan sálm Davíðs með hinni innilegu trú á endurreisn sjálfstæðs ríkis undir slíkum konungi. En á þeim tíma, þegar kristna trúin hófst, hafði Messíasar-vonin alveg nýjar hugmyndir f för með sér, sumpart samfara uppkomu Farí- sea-flokksins. Líklegast er, að þótt frumhugmyndin um fyrirmyndar- konunginn hafi eigi verið gleymd, hafi hún verið orðin breytt eftir þeim stefnum, sem einstakir menn aðhyltust. Að vfsu var Messíasi ætlað að uppfylla vonir spámanna þjóðarinnar, en hann átti engu síður að full- hægja óskum þess tíma, sem þá var. Vér finnum í opinberunarbók- um hins síðari gyðingdóms merki alveg nýrrar kenningar, þeirrar, að Messías ætti ekki að vera jarðneskur niðji Davíðs, heldur að himnesk- ur andi mundi stíga niður og taka bústað í holdi konungsefnis af ætt- stofni Gyðinga. Það er þó efasamt,. hvort alþýðan hefur haft svo djúpa og dulræna skoðun, en þó er það víst, að sú kenning var til á þeirri öld, og oss verður skiljanlegt, að eftirvæntingin um konung af ætt Davíðs dó eigi út, eins og guðspjöllin sýna, heldur fékk nýja viðauka hugsæislegs efnis, eða máske meira í trúarlega stefnu. Pað bendir einnig á heimild, sem virðist hafa leitt Pál til þeirrar hugsjónar, er varð rótin undir hans sérstöku kenningu um Krist sem hinn »himn- eska mann«. Hinsvegar gat eigi hjá því farið, að ýms áhrif og hugsunarstefnur kæmi utan frá og blönduðust saman við skoðanir og hugsjónir Gyðinga. Kenningin um logos (Orðið) þykir hafa átt upptök sín hjá hinum egypzka spekingi Fíló, að einhverju leyti; en hvað sem því líður, hlaut sú öld, sem framleiddi hann, að hafa framleitt líkar skoðanir þeim, sem hann kendi. Vera má og að hin gríska mentun hafi dýpri verið og almenn- ari á Gyðingalandi, heldur en alment er ætlað. Athugavert er það, t. d., að einu sinni var flokkur höfuðpresta hjá Gyðingum eigi fjarri því að álykta, að Jahve og Seifur væru sama veran, svo mynd Seifs mundi mega, ef til kæmi, standa í musteri hins guðsins. Það var eigi einungis í Alexandríu, að grísk speki var ofin saman við hebreska guðfræði. Borgir eins og Týrus voru aðalstöðvar heimspeki, og nálega í hverri verzlunarborg voru skólar, þar sem menn námu og ræddu heimspekileg eða trúarleg efni. Efesus var ein þeirra borga, og hún setti sitt mark á sögu þeirra tíma sem aðalstöð Jóhannesarguðfræð- innar, er svipaði til Alexandríu-fræðinnar, en hafði þó sín sérmerki. Tarsus var annar staðurinn, þar sem alvörugefnir Gyðingar og lærðir Grikkir áttu stefnumót; og þar hefur Páll postuli að öllum líkindum á æskuárum sínum orðið fyrir drjúgum áhrifum af grískri speki, sam- fara því, að hann stundaði trú 0g fræðirit feðra sinna. Mun hann bæði hafa þar kynst Platóni og stóru spekingunum, og andi hans fyrir þau áhrif lært að skynja þá kosmisku eða allsherjar hugmynd um eðli t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.