Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 73
73 hans Ormarr. Hugur hans hneigist snemma til hljómlistar og hans mesta yndi er að leika á fiðlu. Faðir hans sendir hann því til Khafnar, til að fullkomna sig í list sinni, og fær hann þar ágætan kennara og tekur svo miklum framförum og sýnir svo mikla hæfileika, að honum er talin vís heimsfrægð. En þegar sigursólin er búin að krýna hann með geislakransi sínum á fyrsta opinbera hljómleiknum, verður hann alt í einu leiður á allri hljómlist og haldinn af svo mikilli heimþrá, að hann rýkur af stað til íslands og fer nú að hugsa um að koma á betri siglingum til landsins. Gerist hann nú forstjóri fyrir eimskipafélagi, og gengur það svo vel, að hann verður miljónamæringur. En þá fer enn sem fyr, að þegar sigurinn er fenginn, þá er hon- um öllum lokið, og hann dauðleiðar á siglingabraskinu, og fer nú í annað sinn heim til íslands, til að heimsækja föður sinn og fósturdóttur hans. Er þá svo ástatt, að hún er þunguð eftir bróður hans, ungan prest, sem tælt hefir hana, en rétt á eftir yfir- gefið hana og gifst danskri konu, sem Ormari hafði líka litist vel á. Og til þess nú að *Tirra föður sinn of mikilli sorg í ellinni og ættina vanvirðu og hneisu, þá ræður hann af að ganga að eiga fósturdóttur föður síns, eftir að hann hefir frelsað lif hennar, er hún reyndi að fyrirfara sér. A þessu endar sagan, en alt virðist benda á, að von sé á framhaldi í nýrri sögu, þar sem frekar verði sagt af Borgarættinni og örlögum hennar. vSkáldsaga þessi er óneitanlega laglega rituð og bendir á talsverða hæfileika hjá höfundi hennar. Framsetningin er góð og margar lýsingar allsnjallar. En hug- myndaflugið er nokkuð mikið og stundum allfjarri veruleikanum, eins og t. d. þegar Orlygur gamli er látinn eiga 3000 fjár, 100 kýr, 120 hross í heimahögum, auk allra stóðhrossa o. s. frv. Slíkt bú á sér engan stað á íslandi og gefur því útlendingum rangar hugmyndir. Og svo er um fleira í bókinni, að þar kennir ýmsra öfga, sem draga úr gildi hennar sem spegli af íslenzku lífi. V. G. ZUR ISLÁNDISCHEN GEOGRAPHIE UND GEOLOGIE II. heitir alllöng rit- gerð, sem prófessor R. Palleske hefir gefið út aftan við skólaskýrslu mentaskólans í Landeshut 1912. Er það þýðing á ritgerð próf. Porv. Thoroddsens í »Geogra- fisk Tidsskrift« 1905—06 um Odáðahraun og eldfjöllin þar í grendinni. Þetta er- því seinni partur af þeirri þýðingu Palleskes, er getið var í Eimr. XIV, 236. V. G. NEUES AUS INNER-ISLAND kallar herra Heinrich Erkes í Köln ferðasögu, er hann hefir ritað í »Rheinische Zeitung« (4., 6. og 8 jan. 1912), og segir þar frá rannsóknarferð hans sumarið 1910 til Kerlingardyngju, Dyngjufjalladals, suðurrönd Öskju og Trölladyngju. V. G, HELGI PJETURSS: ISLAND. Heidelberg 1910. Ritgerð þessi er yfirlit yfir jarðfræði íslands, saniið eftir beiðni þeirra prófessór- anna G. Steinmanns og O. Wilckens, sem gefa út rit eitt mikið, er þeir nefna »Handbuch d, regionalen Geologie«. En lýsing hvers lands fæst þó keypst sérílagi, og kostar ritgerð dr. H. P. M. 1,20. Hún er 22 bls., með 13 jarðfræðimyndum, og meðal þeirra uppdráttur af íslandi. V. G. UM AKURYRKJU Á ÍSLANDI t FORNÖLD og á Norðurlöndum yfirleitt hefir dr. Valtýr Guðmundsson skrifað ritgerð í »Reallexikon der Germanischen. Altertumskunde« I, 28—34 (Strassburg 1911 —12), og aðra um skegg og hár forn- manna í sama riti I, 172 (með myndum). V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.